Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 39
39
lega að eyðileggja og i stað hennar að snúa þjóð-
inni til hinnar nýju vísindalegu lífsskoðunar. Ka-
þólsk kristni hætti að vera landsins opinberu trúar-
brögð. í stað þeirra urðu vísindin opinber trúar-
brögð frakknesku þjóðarinnar.
Stundum ber það við, að sagan endurtekur
sjálfa sig. Hve líkt er þetta tilraunum Júlíans
keisara hins fráfallna. I blindui sinni ætlaði hann
að endurreisa heiðnina í heiminum en hrinda krist-
indóminum fyrir borð. Honum gekk eiginlega ekk-
ert illt til. Hann hjelt það fyrir beztu og breytti í
blindni. Eins á Frakklandi. Það var blind stjórn,
sem gjörði allt þetta, án þess að ætla sjer að vinna
mein.
En nú sat hún við völdiu, — hafði bæði löggjöf
og íramkvæmdarvald í hendi sjer. Og hún sagði
við sjálfa sig: Það skal nú vera úti um kaþólsku
kirkjuna á Frakklandi.
Það leit út fyrir, að þetta ætlaði að heppnast.
Trúarmeðvitund þjóðarinnar virtist hafa særzt til
ólífis. Fáeinir hjeldu auðvitað dauðahaldi í trú sina.
En þeir voru komnir í raunalegan minni hluta.
Eptir skamman tíma var álitið, að þeir mundu deyja
út, — frakkneska þjóðin mundi með öllu hafna
kristindóminum og verða heiðin.
En það varð ekki kápan úr því klæðinu. Það
var önnur voldugri hönd, sem hjelt um stjórnvöl
viðburðanna en þeirra, er völdin höfðu á Frakk-
landi. Upplýsingin kenndi þjóðinni, að vísindin,
þekkingin, er ekki takmarkið, heldur að eins leiðin
að takmarkinu, — en et til vill ekki sú beinasta nje
bezta.
Kreddan, sem komið hafði upp á Frakklandi