Aldamót - 01.01.1895, Síða 41
41
æskulýður hefur hrylling og viðbjóð við lífinu og
snýr sjer frá því með ótta og skelfing. Og þegar
hjer er talað um æskulýð, er einmitt átt við þann.
hlutann, sem mestum gáfum og hæfileikum er bú-
inn, — hinn menntaða æskulýð, skólagengnu menn-
ina.
Um þessar mundir (1880) fór rödd hins rúss-
neska skálds og ritsnillings, Tolsto'is, að láta til sin
hevra á Frakklandi. Og það var tekið eptir henni.
Hinir ungu flokkuðust saman utan um kirkjuna hans.
Þann prest vildu þeir fá að heyra. Þegar hann.
talaði og sýndi hinum ungu mönnum Frakklands.
inn í hjarta sitt, sáu þeir sjálfa sig.
»Jeg týndi trúnni snemma í lífinu. Jeg lifði
um stund á hjegóma lífsins, eins og allir aðrir. Jeg
átti dálítið við bókmenntirnar og kenndi hluti, sem,
jeg hafði ekkert vit á, — eins og allir aðrir. Þá
fór Sfinxin að elta mig, grimmúðugri en nokkru
sinni áður: ,Gettu gátuna mína, eða jeg skal rifa.
þig í mig!‘ Mannleg vísindi gáfu mjer enga upp-
lýsing. Eilífu spurningunni minni — einu spurn-
ingunni, sem jeg lagði nokkra áherzlu á —- Til:
hvers lifi jeg? — svöruðu vísindin með því að
kenna mjer ýmislegt annað, sem jeg kærði mig
ekkert um........................Að síðustu kona
mjer til hugar að grennslast eptir, hvernig fjöldi
mannanna lifir, — mennirnir, sem ekki eru sífellt
að grufla eins og vjer, er köllum oss sjálfa hinar
æðri stjettir, heldur vinna og líða og eru þó stilltir
og vel fróðir um markmið lífsins. Jeg skildi það,.
að vjer megum til með að fara að lifa eins og þessi
fjöldi og hverfa aptur til hans einföldu trúar«.
Svona talaði hann, Menn sáu hvernig andi