Aldamót - 01.01.1895, Síða 45
45
skyldugleika við ýmsa dulspekinga liðinna alda,
■eins og áður er bent á.
Það er engan veginn svo að skilja, að þeir að-
hyilist allar kenningar kirkjunnar eða hafi enn allir
horíið inn í hennar skaut. Til þess er hugsun þeirra
enn of flækt í neti þeirrar heimspeki, sem þeir sjálf_
ir hafa gjört uppreisn á móti. Margir þeirra eru
enn á landamærunum milli trúar og vantrúar. Þá
langai til að komast til hins fyrirheitna landsins, en
raraó heptir för þeirra.
Jeg hef nú gjön nokkra grein fyrir þessu apt-
urhvarfi í áttina til kristindómsins, sem á sjer stað
á Frakklandi og er þaðan að breiðast út um alla
Norðurálfuna. Lýsing þessa hefi jeg ekki gripið úr
lausu lopti. Hvert einstakt atriði hennar er byggt
á orðum áreiðanlegra rithöfunda. Einkum hef jeg
haft fyrir mjer mjög merkilega ritgjörð eptir einn
hinn merkasta rithöfund, sem nú er uppi á Frakk-
landi, Vicomte Eugene Melchior de Vogué, er hann
ritaði fyrir nokkru síðan í eitt hinna helztu tímarita
lands þessa, til að gjöra grein fyrir ný-kristnu
hreifingunni á Frakklandi. Hann er sjálfur einn af
aðalmönnum þessarar merkilegu hreifingar, — mað.
ur, sem virðist ætla að skipa líkan sess í bókmennt-
um Frakka og laine og hafa mun líka þýðing fyr-
ir þessa nýju bókmenntastefnu og Taine hafði fyrir
realista-stefnuna. í þessari ritgjörð sinni vitnar hann
í bækur ýmsra frakkneskra rithötunda, er sjálfir
standa fyrir utan þennan straum, og kemur þeim
öllum saman um, að hann sje hið merkilegasta tákn
tímanna, er nú gjöri vart við sig á andans hirani.
En hví hef jeg dvalið svo lengi á Frakklandi?
Hví hef jeg eytt svo miklum tíma til að leiða at-