Aldamót - 01.01.1895, Síða 46
46
hygli tilheyranda minna svo langt frá þeim stöðv-
um, er vjer sjálfir búum á? Er þeim tíma ekki til
ónýtis varið?
Jeg hef bent yður á eina hina merkustu mennta-
þjóð heimsins. Jeg hef sýnt yður, hvernig hún um
tima, eins og svo opt hefur áður viljað til í lífi þjóð-
anna, hvarf frá þeirri lífsskoðun, sem um margar
aldir hefur verið eign og óðal hinna kristnu þjóða,.
— hvernig hún i stað hennar tók báðum hönduin
við hinni vísindalegu lífsskoðun, sem um langan>
undanfarinn tima hefur verið prjedikuð hvervetna i
heiminum.
Þarna er þjóð, sem fær er að dæma um gildi
hennar, um fram allar aðrar, því hún hefir reyrisl-
una f'yrir sjer i frekari skilningi en nokkur önnur
þjóð. Hún hlýddi öllum ráðleggingum þeirra manna,
er byggja vildu alla lífsskoðun sína á visindalegum
grundvelli. Svo framarlega að hin visindalega lífs-
skoðun geti fullnægt nokkurri þjóð og gjört hana
sæla, heföi hún átt að fullnægja frakknesku þjóð
inni. Því hún hefur ætíð sýnt mjög sterka tílhneig
ng til að lifa í hinu sýnilega og nálæga.
En um leið og þjóðin frakkneska hafði skilið
hina visindalegu lífsskoðun til hlítar, fer hún að efast
um hana. Og þegar er hún hafði fært hana inn í
líf sitt, fær hún óbeit á henni. Allar kreddur hinn-
ar visindalegu lífsskoðunar hafa verið reyndar í líf-
inu. 0g reynslan er sú, að þær sjeu með öllu ó-
hafandi sem grundvöllur fyrir lífi mannanna.
Jeg lofaði að sýna yður eitt teikn á andans
himni, sem hefði verið mjer til fagnaðar. Jeg hefi
nú efnt það loforð að svo miklu leyti, sem jeg var