Aldamót - 01.01.1895, Page 49
49
ur til, að hún mundi einnig hækka á lopti út við
hin yztu sker?
Hinn undanfarni tími hefur verið þungur og
erfiður tími fyrir kirkjuna. Hún hefur enn einu sinni
verið eins og báturinn á vatninu í ofveðri og hol-
skeflum. Hugrekkið hefur opt verið næsta lítið.
Ymsum hefur til hugar komið, að skipið þeirra
mundi farast. A þeim augnablikum hefur þeim hætt
við að gleyma honum, sem hefur storma og stórsjóa
í hendi sjer, og lætur verða logn, þegar honum
iízt.
En það er ekki gott, að ætið væri blíðalogn.
Loptið mundi fúlna, sjómennirnir sofna, dauðamók
koma yfir allt. Stormurinn hreinsar loptið og stælir
kraptana.
Og nú eru kristnir menn hvervetna í heimin-
nm að hugsa: Á hvern hátt er oss nú unnt að
færa oss í nyt þá breyting, þau stakkaskipti, sem
er að verða á hugsun manna ? Hvernig söfnum vjer
aptur saman öllu því, sem stormurinn hefur dreift?
Hvernig rjettum vjer aptur við hinn brákaða reyr-
inn og tendrum aptur ljósið á hinum rjúkanda hör-
kveik ?
Menn eru enn á ný að búa sig í göngur um
fjöll og firnindi, eyðimerkur og skóga til að leita
hins týnda, bera heim hið fatlaða og limlesta, hlúa
að hinu volaða og auma.
Kirkjan skilur, að nýr starfstimi er nú fyrir
hendi. Þeim mönnum, sem mest hafa hugsað írá
kristilegu sjónarmiði, hefur komið saman um, að
veita þyrfti nýjum menningarstraum inn yfir líf þjóð-
anna, sem heitur væri af trú og bæri endurfæðing-
Aldamót V. 4