Aldamót - 01.01.1895, Side 52
52
fyrir synd og ódugnað og trúarskort og slæma
frammistöðu af mannanna hálfu. Það lifir, af þvf
það hefur haft drottinn með sjer.
Sumir af starfsmönnum þess hafa brugðizt. Hinn
illi óvinur sálnanna hefur leitazt við að sælda þenna
litla hóp, sem hjer hefur verið að breiða út fagnað-
arerindi drottins. Mikinn sársauka og mótlæti hef-
ur það haft í för með sjer. En drottinn lætur ósig-
urinn verða að sigri.
Og einu hefur þessi stutta tíu ára saga slegið
föstu. En það er þetta: Sá, sem á að vera prest-
ur og sálusorgari og ekki er einlægur í hjartasínu,
verður fyr eða síðar uppvís. Drottinn opinberar
hans innra mann, siær hræsnarann á munninn, —
lætur kölkugu gröfina koma í ljós.
Það er eflaust eitt af þeim teiknum, sem hann
ætlast til að vjer skiljum.
Er það nokkuð, sem oss íslenzkum prestum
beggja megin hafsins er þarfara að fá neglt inn í
meðvitund vora, en þetta: Hræsnarinn verður sjer
til skammar?
Ekki af eigin ramleik, heldur fyrir guðs náð
höfum vjer þá hingað tilverið eitt lífsteikn, —veikt
og lítilfjörlegt og ófullkomið, en samt sem áður lífs-
teikn, af því vjer höfum látið ljósið drottins skína
og borið hans merki fram.
Sagan, sem vjer eigum fyrir hendi, fer eptir
því, hvort vjer í trúmennsku höldum áfram sömu
leiðina, — látum ijósið drottins skína, — ekki vort
eigið, heldur hans, sem er ljósanna faðir.
Látum oss þá með þakklátum hjörtum minnast
vorrar tíu ára sögu, — biðjandi lávarð lífsins þess,
að láta lífsteiknin fjölga á hinum andlega himni