Aldamót - 01.01.1895, Page 56
Forlög*.
El'tir Jón Bjarnason.
Fyrirlestr fluttr á kirkjuþingi í Pembina, N.-Dak.,
28. júní 1895.
Þegar eg var drengr heima á íslandi, heyrði eg oft
í alþýðutali nefnt á nafn eitt merkilegt orð, dœmalaust
þýðingarmikið og efnisríkt orð, en jafnframt mjög
leyndardómsfullt og óákveðið orð. Það var crðið
forlög. Það var á þeim tíma meir en nefnt á
nafn. Það var þá mjög algengt umtalsefni manna
á meðal, ekki svo mjög og ekki eiginlega á meðal
hinna svo kölluðu lærðu manna, enda vissi eg þá
nauða-lítið til þess, hvað þeim leið, heyrði nærri
því til engra úr þeim flokki, heldr einmitt á meðal
alþýðunnar, meðalbœndaog búalýðs, meðal íslenzka
vinnufóiksins. Umtalsefni almennings var ekki mjög
margbreytilegt á Islandi 1 þá daga. Landið meó
þessum litla, fámenna, fátœka, strjált búanda þjóð-
flokki lá, eins og það liggr enn, lengst úti í hafs-
auga, fjarri öðrum löndum, nálega alveg útilokað og
afskorið frá umheiminum, mannheimi menntunar-
innar fyrir utan, enn þá miklu lakar sett en nú
með tilliti til tœkifœris á því, að fá inn í sig nýjar
hugsanir, ný umtalsefni og ný lífsspursmál, þar