Aldamót - 01.01.1895, Síða 60
co
dá? Á hvað myndi það benda, að þjóð vor sýnist
sizt af öllu hafa getað gleymt þessu forlaga-spurs-
máli, og að þegar svo var komið fyrir henni, að
hún eins og sofnaði út af frá öllum öðrum háum
allsherjar-hugsunum, að hún skyldi þá sjerstaklega
kasta sjer yfir þetta eina andlega spursmál, og það
skyldi þá verða svo dœmalaust rikt í hugahennar?
Myndi það ekki býsna ótvíræðilega vera vottur þess,
að þetta er eitthvert dýpsta spursmál mannsandans,
mannlífsins, manneðlisins, mannheimsins ? Myndi það
ekki vera talandi teikn þess, að þetta, sem vér
köllum forlög, er eitthvert stœrsta orðið, sem til er
i mannlegu tungumáli, og að með þvi er leitt inn í
mannlega hugsan hið mikla spursmál mannkyns-
sögunnar? Það er ekki neitt kirkjulegt orð, þetta
orð: forlög, — fjarri því að vera neitt sérstakfe
kristilegt opinberunarorð. Það er í rauninni heiðið
orð, lieimspekisorð, sem til vor er komið úr heiðni.
Og eptir þvi, sem eg veit bezt, er tilsvaranda oið-
ið í öðrum tungumálum líka komið úr sömu átt —
frá hinum heiðnu forfeðrum þjóðanna, sem þaa
tungumál tala eða eiga í eigu sinni. Og þegar
menn minnast þessa beiðinglega uppruna orðsins,
þá kunna einhverjir að freistast til að hugsa um
það eins og nátttröll, sem dagað hefir uppi í tungu-
máli manna eptir að dagsljós kristindómsins upp-
rann yfir þjóðirnar. En mér finnst hálfóviðrkvæmi-
legt, að viðhafa þessa samlíking. Mjer finnst húm
ekki nógu virðuleg, og ekki heldr algjörlega sönn.
Nátttröllin dóu, stirðnuðu upp og urðu að steini,
eptir þvi, sem þjóðsögur vorar segja frá, þegar dagr
1 jcnað yfir þau áður en þau vissu af, eða þegar
svo slysalega vildi til fyrir þeim, að þau voru ekkii