Aldamót - 01.01.1895, Page 61
61
komin í myrkvafylgsnin sín inni í einhv&rju gljúfr-
inu eða hellisskútanum áður en dagsbrún sást á
.austrloptinu. En hið leyndardómsfulla orð frá heiðni,
sem hér var um að ræða, orðið forlög, það dó ein-
mitt ekki út í tungumáli manna, þó að hinn and-
legi dagr rynni með kristindóminum upp yfir lönd
og lýði. Það hélt áfram að vera eitt af hinum stóru
orðum í mannlegu tungumáli, og þetta stóra
orð minnti íramvegis eins og áðr á eitthvert stór-
kostlegasta spursmálið, sem mannsandanum getr
mætt, hjelt áfram að vekja einhverjar dýpstu og
háleitustu hugsanir mannlífstilverunni viðvíkjandi,
sem saga heimspekinnar veit af að segja. Forlaga-
orðið hélt áfram að lifa, þó að kristnin færðist yfir
heiminn. Breytingin varð að eins sú, að það fjekk
yfir sig nýtt ljós. Það þoldi hina kristilegu dags-
birtu. Og sannleikrinn, hinn upphaflegi sannleikr,
sem í því hafði falizt, kom einmitt fram í sinnifyll-
ing eftir að ljósið mikla, guðlega, sem upplýsir
þennan heim, hafði náð að varpa yfir það sinni
heilögu birtu. í staðinn fyrir að seg)a, að þetta
orð, forlög, hafi dagað uppi í heiminum einsognátt-
tröll eptir að kristindómurinn breiddist út um lönd-
in, vildi eg miklu fremur segja, að þar hafi komið
það fram, sem Darwin kallar survival of the fittest.
Allt það af hugsunum mannsandans og orðunum í
mannlegu tungumáli, sem hœft er til að iifa, lifir
af, þó að kristindómrinn með sinni opmberan og
sínum nýju hugsunum komi til sögunnar. Hitt allt
deyr. Og hin stóru orð, sem þannig lifa af, eftir
að þau með nýju lifi og með nýju ljósi yfirsérhafa
fiutzt inn í hinn nýja andlega heim kristindómsins,
J)au sýna sig þar með að vera guðleg sannleiksorð,