Aldamót - 01.01.1895, Side 64
64
enginn hafi skilið þetta eins vel eins og hið enska
skáld Rider Haggard. Hann dregr þetta með svo
-að segja einu orði fram í hinum örstutta formála
fyrir hinni forn-islenzku skáldsögu sinni, sem hann
nefnir Eric Brighteyes; og sagan sjálf, sem er í-
þróttarlegt og sögulegt meistaraverk, er fullnaðar-
sönnun þess, að hann hefir skilið þjóðernisandann
íslenzka í fornöld út í yztu æsar, — langtum
langtum betr en flestir menntamennirnir íslenzku,
sem á þessari tíð að minnsta kosti eru að eiga við
rannsóknir á fornsögu Islands. Hví skyldi eigi al-
þýðan íslenzka, sem aðallega hefir á öllum hinum
síðari öldum litið til baka, horfandi með aðdáan og
ást og söknuði á þessa fornu sögutíð, að sjálfsögðu
hafa hneigzt í forlagatrúaráttina ? Hvf skyldi for-
lagahugsanin eigi hafa orðið ein aðalhugsan hjá
fólki voru, hafanda eins og það virkilega hafði þenn-
an spegil forlaganna sífellt fyrir augunum? En
svo bætist nú það við, að þjóðin íslenzka heflr frá
því hún forðum missti pólitiskt sjálfstæði stöðugt
verið í hörmulegustu úlfakreppu; landið annað eins
vankantaland eins og það er; náttúran íslenzka eins
stríð og ervið viðreignar eins og hún er; þjóðin eins
fámenn og ósterk eins og hún hefir ávallt verið; og
stjórnin eins ónýt, óvitrleg og eyðileggjandi eins og
allir viðrkenna að hún hafi veiið. Svo að segja
allt verðr ómögulegt — allt í framfaraáttina. Tóm-
ar ófærur framundan í tímanum. Ekki um annað
að ræða en að bjarga lífinu á einhv'ern hátt, freista
þess, ef unnt væri, að halda sér kyrrum í sínum
upphaflegu sporum. Framtiðarvonin engin. Hvergi
að horfa nema til baka, einblína á hina liðnu tíð,
ellegar — mœna upp í himininn. Menn tala stund-