Aldamót - 01.01.1895, Side 66
(5G
iiornirnar hverfa að sjálfsögðu með kristninni, ea
yfir forlagatrúnni eða hugmynd manna um forlög-
in verða tilsvarandi ljósaskifti eftir því, sem betr
eða lakar stendr á fyrir almenningi. Kjörþau, sem
alþýða á við að búa, stundum nokkuð bjartari óg
ljettbærari, stundum nokkuð dimmri og þungbærari,
valda því, að orðið forlög fær allmismunandi þýðing-
i hugum manna, ýmist talsvert mildari, ýmist tals-
vert harðari. En á hverju sem gengr, þá lifirorðið>
í almennings-meðvitundinni, fyigir þjóðinni — og
þjóðunum — kynslóð eftir kynslóð og eina öldina
fram af annari eins og eitt undra-orð, hálfyfirnátt-
úrlegt orð, eitthvert mesta og merkilegasta orðið i
mannlegu tungumáli. Orðið sjálft getr gleymzt; eg
meina orðmyndin forlög — eða hin tilsvarandi orð>
í öðrum tungumálum. Þau geta við og við eins og
fallið burt úr taii manna. En það hefir svo sem
enga þýðing, gjörir enga verulega breyting, þvf að
forlagahugmyndin lifir þar eins fyrir því; forlaga-
trúin heldr sér í mannshjartanu, eins víst eins og
skugginn fylgir líkamanum, þó að hún sé eins og
algjörlega óákveðin stœrð eða menn kunni ekki að
klæða hana í neinn eiginlegan einkennisbúning.
Vert er, að því er kemr til þjóðar vorrar, í þessu
sambandi að muna eftir þvi, að samkvæmt sögun-
um voru í fornöld þeir Islendingar til, sem trúðu á
mátt sinn og megin. Slíkir menn voru eigi svo fáir
á tið hins forna víkingsskapar. Og bendir það orða-
lag um lífsskoðanirþeirra áþað,að hjá þeim hafi verið
heldr lítil viðrkenning fyrir forlagahugmyndinni. En
það er óþarfi að taka nokkurt verulegt tillit til
þessara náunga. Þeir gjöra ekkert eiginlegt stryk
i reikning vorn. Forlagatrúin hafði sitt fullkomna