Aldamót - 01.01.1895, Page 67
og megin, það voru vantrúaroflátungar þeirrar tíð-
ar, forn-islenzkir nihilistar, andlegir spjátrungar,
sem vildu «impónera» sauðsvörtum almúganum með
því i orði kveðnu að halda sér óháðum, ekki þykj-
ast þurfa að hræðast neitt yfirnáttúrlegt afl og ekki
beygja sig fyrir neinu guðlegu orði, alveg eins og
vantrúar-nihilistarnir íslenzku í nútíðinni. Þeir blésu
af yfirburðum sínum og almætti og bitu i skjaldar-
rendur, og kváðust mundu lifa og deyja eins og
frjálsir menn. En svo féllu þeir fyrir forlögunum,
urðu að beygja sig í duftið fyrir forlögunum eins
greinilega og nokkrir aðrir; og trúðu alveg vafa-
laust út af þeirri lífsreynslu innst í hjarta sínu á
forlögin nærri því eins og þjóðin í heild sinni; höfðu
ekki minnstu þýðing í þá átt að breyta lifsskoðan-
inni hjá almenningi. Forlagaorðið héldr áfram þrátt
fyrir mótmæli og vængjaslátt þessara manna eins
og lifanda orð, eins og átrúnaðarorð þjóðarinnar,
eins og hið vængjaða orð í sögu íslendinga, eins og
yfirnáttúrleg undrastjarna, sem stöðugt fœrist með
þeim á söguhimni þeirra og gengr aldrei undir.
Eg trúi á forlögin. Eg játa það hér hátíðlega
fyrir yðr öllum, að eg er forlagatrúarmaðr. Það
væri ómögulegt fyrir mig að vera Islendingr eins
og eg er, vita mig part, ofr-lítinn part, af þjóð þeirri,
er átt hefir aðra eins æfisögu og hin íslenzka þjóð,
og vera þó ekki í einhverjum skilningi forlagatrúar-
maðr. Og mér finnst meira: Mér finnst mér væri
ómögulegt að vera maðr, skynsemi gœddr einstakl-
ingr, heyrandi til hinni miklu heild mannkynsins,
nema því að eins eg væri forlagatrúarmaðr. Og
6*