Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 68
68
mér finnst enn þá meira, — og það meir en finnst
mér; eg veit það með guðlegri vissu: mér væri
ómögulegt að vera kristinn maðr, ómögulegt að trúa
ú mannkynsfrelsarann Jesúm Krist án þess um leið
að trúa á þetta íslenzka, alheimslega, heimspekilega,
heiðna orð: forlög. Eg er forlagatrúarmaðr, af því
eg get ekki annað. Eg trúi því, að forlög sé til;
eg trúi á forlög — yfirnáttúrleg, guðleg forlög, sem
ráðið hafa f lífi mínu, sem ráðið hafa i lífi hvers
einasta mannlegs einstaklings, sem ráða í sögu
mannkynsins í hennar gjörvöllu heild. — Eg trúi
auðvitað líka á tilveru mannlegs frjálsræðis. Eg
trúi því, að hver einasta mannssál sé frjálsræði
gœdd. Eg trúi þvi, að frjálsræðið sé eitthvert þýð-
ingarmesta atriðið í guðsmyndinni, sem hver einasti
maðr ber f fylgsnum sálar sinnar, einhver mest
varðandi guðlegi dráttrinn, sem til er, á manns-
myndinni. Eg trúi þvi, að það sé frjálsræðið, sem
jafnvel fremr en nokkuð annað í mannlegu eðli
gjörir manninn að manni. Eg held því föstu, að
ekki væri til neins að tala við manninn eins og
mann, ef hann hefði ekki þessa guðlegu eðliseinkunn,
sem heitir frjálsræði. Væri mannlegt frjálsræði ekki
til, ekki nema tóm imyndan, þá gæti ekki um neina
raannkynssögu verið að rœða. Mannkynssagan væri
þá ekki annað en náttúrusaga. Og væri mannkyns-
sagan ekki annað en tóm náttúrusaga, þá væri líka
guðleg náðarsaga, guðleg opinberunarsaga, guðleg
endrlausnarsaga inni í mannkynssögunni, ómöguleg.
Kristindómrinn byggir allt það, sem hann eða höf-
undr hans, frelsarinn, vill gjöra fyrir manninn og
við manneðlið, frelsanina, sem hann flytr inn í mann-
kynssöguna, á því, að maðrinn 'liafi frjálsræði. Og