Aldamót - 01.01.1895, Side 70
70
frjálsræðis. Eg hefl tekið frara, að íslendingar hafi
allt af verið forlagatrúarmenn, og að sagan þeirra,
hin einkennilegu æfikjör þeirra á hinum liðnu öld-
unum hafi í sérstökum og fram úr skaranda skiln-
ingi gjört þá að forlagatrúarmönnum. 0g gæti það
virzt benda á, að virkilegleiki frjálsræðisins hafi
yfir höfuð að tala ekki verið viðrkenndr af þjóðinni.
En það var auðvitað ekki mín meining. Fullvissan
um tilveru forlaganna verðr aldrei svo sterk hjá
mönnum, að ekki lifi allt af hjá þeim með fram
undir niðri viðrkenning fyrir því, að frjálsræði sé
til og að í rauninni beri því allir ábyrgð á fram-
komu sinni í lífinu, verkum sínum, orðum sínum,
hugsunum sínum, ábyrgð á því, hvort þeir eru
vondir eða góðir. Jafnvel römmustu forlagatrúar-
mennirnir, sem mannkynssagan veit af að segja,
Tyrkir og aðrir, sem fylgja kenningum Múhameðs,
gleyma frjálsræði sínu og mannanna yfir höfuð aldrei
algjörlega. Það er blátt áfram ómögulegt. Þegar
eg þá kallaði Islendinga forlagatrúarmenn, þá vildi
eg með því að eins minna á það, að forlagahug-
myndin hefði jafnaðarlega verið langt um ríkari hjá
þeim sem þjóðfiokkiog einstaklingum, heldr en hug-
mynd þeirra um frjálsræðið. Og við það vil eg þá
nú bœta þvi, að hún, þessi sérstaka þjóðernislega
hugmynd þeirra um forlögin, hefir orðið svo rík,
fengið svo mikið vald yfir hugum þeirra, að húu
hefir stórvægilega og grátlega lamað allt þeirra
framkvæmdalíf, lieft allar þeirra frainfarir, bæði
líkamlegar og andlegar, deyft eða svæft almennings-
viljann í frjálsræðisáttina. — Eg sagði áðan, að eg
byggist við, að forlagaspursmálið gamla lifði enn í
alþýðutali heima á Islandi. Eg er ekki orðinn þar