Aldamót - 01.01.1895, Page 71
71
íiógu kunnugr til þess, að geta staðhœft þetta. Eu
Iþótt einhver kœrai með þá upplýsing, að það væri
nú dáið út á vörum almennings þar heima, þá er
það víst og má óhætt fullyrða, að forlagatrúin er
enn þá langtum ríkari í hugum manna á íslandi,
hefir miklu meira vald á lífi þeirra heldr en trúin
á fólksins eigið frjálsræði, með öðium orðum: að
Isleudingar þar heima eru hér um bil sömu forlaga
trúarmennirnir eins og áðr var. Og það er stórt
spursmál, hvort leiðtogar lýðsins all-fiestir, embættis-
mennirnir, blaðamennirnir og pólitísku mennirnir,
•að meðtöldum ljósberunum íslenzku í Kauptnanna-
höfn, eru ekki enn þá raeiri forlagatrúarmenn heldr
en nokkurn tíma alþýðan. Hin stœrstu framtíðar-
mál, sem uppi hafa á Islandi verið í síðustu tið:
háskólamálið, fríkirkjumálið og járnbrautarmálið,
með þeim undirtektum, sem þau hafa fengið hjá
mönnum, geta, að mér finnst, gefið ekki svo litla
bending í þá átt. I öllum þessum málurn liggr
bugsan frá einstökum mönnum um það, að œskilegt
væri að breyta að meira eða minna leyti straumi
bins islenzka þjóðiífs frá því, sem verið hefir uni
langa tíð, veita honum innínýjan farveg. Og fyrir
þessum einstöku mönnum hefir vafalaust vakað það,
að þetta væri vissulega vinnanda verk. Enda er
■enginn vafi á því, að þjóðlífsstraumrinn rnyndi
stórum breytast, ef önnur eins mál fengi framgang.
En allr þorri fólksins virðist algjörlega trúlaus í
þessu tilliti, algjörlega vonlaus um, að stórræði þessi
nái nokkurn tíma fram að ganga; þjóðin í heild
sinni sannfœrð um, að hennar eigið líf hljóti svo
langt sem augað eygir fram í ókomna tímann eða
jafnvel æfinlega að líða fram nærri því straumlaust