Aldamót - 01.01.1895, Page 72
72
eins og lognmóða í sama gamla farveginum. Og"
þessi skortr á trú á það, að breyta megi þjóðlífs-
stefnunni eða yfir höfuð að nokkuð verulegt verði
við hana átt henni til umbótar, þessi vissa hjá
mönnum um það, að farvegrinn sé óviðráðanlega
ákveðinn fyrirfram af nauðsyninni og náttúrunni,.
ntenn hljóti að láta hann eiga sig, hvort sem þeirn
likar vel eðr illa, það er ekta íslenzk forlagatrú.
Ekki kœmi mér til hugar, þótt eg væri þess
ura kominn, sem eg auðvitað ekki er, að taka alla
forlagatrú burt frá Islendingum. Því eins og eg
þegar hefi lýst yfir er eg sjálfr forlagatrúarmaðr
og býst við að verða það svo lengi sem eg lifi. —
En þar á móti vildi eg, ef eg gæti, stuðlað að því,
nð landar mínir beggjá megin Atlanzhafs fengi rétt-
uri og fullkomnari hugmynd um forlagaspursmálið-
en þá, er eg hygg að enn ráði mest hjá almenningú
Eg vildi geta látið nýtt Ijós falla yfir þetta orð —
j'orlög, ijós þess eðlis, að forlagahugmyndin skýrðist
og lagaðist hjá mönnum, og menn svo út af því
siœði uppi í lífsbaráttu sinni með auknu fram-
kvæmdarafli, meira hugrekki, nýrri trú og von.
Og með þetta f huganum réðst eg í þnð, að tala við'
yðr í þessum fyrirlestri um forlögin.
Hvað liggr þá í þessu orði — orðinu forlög ?■
Orðið sjálft, orðmyndin eins og hún málfrœðislega
iiggr fyrir oss og lítr út, ber það að nokkru leyti
með sér. Orðið boðar þau tíðindi, að svo eða svo
inikið af mannlegu lífi, einstaklingslífinu og þjóða-
lífinu, sé iagt út fyrirfram, áreiðanlega afmarkað
og ákveðið fyrirfram. Orðið gefr greinilega sjálft
í skyn, að svo eða svo stórt brot af æfisögu ein-
stakra manna, svo eða svo stórt brot af sögu þjóð-