Aldamót - 01.01.1895, Side 73
73
anna, og þá líka svo eða svo stórt brot af mann-
kynssögunni í hennar miklu allsherjar-heild, hljóti
að verða nákvæmlega eins og það verðr, geti með
engu móti farið öðruvísi en það fer, með öðrum
orðum, að það sé fyrirfram ákveðið. 0g ura allt
þetta 1 lífinu eða sögunni, sem óhjákvæmilega hlýtr
svo að fara, en getr ekki farið öðruvísi, segjum
vér með réttu, að það liggi fyrir eða hafi frá upp-
hafi legið fyrir. Allt það, sem í þessum skilningi
liggr fyrir i lífinu, það eru að sjáifsögðu forlög.
Maðrinn er vitanlega að nokkru leyti heyrandi til
riki náttúrunnar. Hann er það að því leyti, sem,
hann hefir jarðneskan likama, heflr jarðneskt lík-
amslíf. Og út af því, að svo stendr á fyrir honum,
taka að sjálfsögðu ákveðin forlög við honum uin
leið og hann kemr inn í tilveruna, tæðist inn í heim,
þennan. Líkamslíf hans er háð ákveðnu lögmáli,
sem hann nauðugr viljugr verðr að hafa yfir sér
og hlýða svo lengi sem lif hans, þetta jarðneska,
er til. Það liggr fyrir honum nokkuð algjörlega á-
kveðið út af því, að hann þannig er eins og einn
partr, eitt dálitið brot, af náttúrunni. Það liggr
í'yrir honum að hafa líkamslifið sitt undir náttúru-
lögmálinu. Það er auðvitað óákveðið, algjörlega
óvíst, margt og mikið viðvikjanda líkamslifi ein-
staklingsins, hvernig það kann að leiðast út, hve
lengi það kann að halda áfram, hvort það nær
fullkomnum þroska eða ekki, o. s. írv. Alveg eins
og með hvert annað einstaklingslíf í riki náttúrunn-
ar, líf þess eða þess dýrs, þeirrar eða þeirrar plöntu.
En hitt er áreiðanlega víst, að svo lengi sem hin.
jarðneska æfi mannsins heldr áfram er hann í lík-
amlegu tilliti háðr ákveðnu náttúrulögmáli. Það er