Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 74
74
'óbjákvæmilega hans forlög. Og svo liggr það þá
Ifka fyrir honum samkvæmt sama lögmáli að deyja
innan lengri eða skemmri tíma; og maðr veit, að
þó að dauðastund hins einstaka manns sé viss,
þá er ákveðið timatakmark til, sem ekkert
jarðneskt mannlíf getr komizt út yfir. En
þegar monn tala um forlög, þá er yfir höfuð átt við
nokkuð annað og meira en þetta, er snertir mann-
inn að því leyti, sem hann hefir jarðneskan líkama,
eða að því leyti, sem hann stendr inni i ríki nátt-
úrunnar. Hugsanin er sú, að maðrinn sé forlögum
háðr einnig að því leyti, sem hann er siðferðisleg,
andleg vera, að það liggi það eða það fyrir mann-
inum með tilliti til hins andlega lifs hans. Os það,
sem eg vildi leitast við að gjöra mönnum ljóst, að
svo miklu leyti, sem það var ekki Ijóst áðr, er ein-
mitt það, að þessi hugsan væri ekki gripin úr lausu
lofti, heldr ómótmælanlegr virkilegleikr, áreiðanlegr
og mjög áríðandi sannleikr. I bókinni »Natural
Law in the Spiritual World« gjörir Henry Drummond
prýðilega grein fyrir því, hvernig náttúrulögmálið
ræðr í hinum andlega heimi, sýnir fram á það, að
sama guðlega lögmálið ráði, að því er kemr til hins
andlega lífs mannanna og náttúrulífsins. Og þegar
um forlögin er að ræða, þá má greinilega sjá, að
þau ná til mannsins ekki að eins að því leyti, sem
hann er partr af ríki náttúrunnar, heldr og að því
leyti, sem hann stendr inni í andans ríki, er andleg
vera, heyrir til hinum andlega heimi. Forlögin ná
að vissu leyti yfir allt mannlifið, neðan úr náttúru-
lifinu upp til hins æðsta andlega lífs, fyrir þá sök,
að gjörvallt lífið frá þess fyrstu byrjan og þess ó-
fullkomnustu mynd lengst niðri í heimi náttúrunnar