Aldamót - 01.01.1895, Page 77
77
inberaða orði hans. Svo hin tvennskonar lífsskilyrði
•eiga að geta verið oss öllum kunnug. Og með þau
i huganum jafnframt vissunni ura það, að lifið er
lögmáli háð, má stórkostlega mikið segja fyrir for-
iögunum viðvíkjanda. Menn tala um þjóðarein-
lcenni, benda á sjerstaka eiginlegleika, sem sú og
sú þjóðin hafi, ákveðin afbrigði á hennar »karakter«,
eðlisafbrigði, sem að meira eða minna leyti greini
■hana frá hverri annarri þjóð. Hvað skyldi hafa
ráðið slíkum einkennum? Vitanlega einmitt það, að
•einstaklingslífin, sem fœddust hjá þeirri og þeirri
þjóðinni, fengu sinn sérstaka, einkennilega umheim,
er settu þetta ákveðna mót, þennan auðþekkta
stimpil, á þessi líf. Af þjóðerniseinkennunum er
ekkert eins skýrt eins og tungumáiin. Það er fyrir
fram ákveðið, að þeir, sem foeðast og alast upp á
Bretlandi eða hér í Norður-Ameríku, verða ensku-
talandi. Þeir, sem fœðast og alast upp á Italíu,
mæla á tungu þess lands. Og fyrir þessum fáu
hræðum, sem nefnast Islendingar, liggr það að sjálf-
sögðu, að tala íslenzku, út af því að þeir eru á Is-
landi fœddir. Þetta með tungumálin svona fyrirfram
ákveðin fyrir þann eða þann þjóðflokkinn — það er
vitanlega greinilegustu forlög. »Því læra börnin
málið, að fyrir þeim er haft«. Þau læra það alveg
ósjálfrátt. Umheimrinn stimplar það inn í sálir
þeirra, og svo streymir það fram af vörum þeirra.
Þau geta ekki látið vera að læra það. Og nákvæm-
lega eins festast allar aðrar þjóðareinkunnir við
menn, eru búnar að meira eða minna leyti að setja
á þá ákveðið mark áðr en þeir vissu af því, leiða
lífið þeirra inn í ákveðinn farveg áðr en þeir höfðu