Aldamót - 01.01.1895, Page 78
78
vit á að gjöra sér nokkra eiginlega grein fyrir sinni
eigin lífstilveru eða sínura persónulegu lífsástœðum.
En enn þá lengra en til þjóðerniseinkunnanna
nær lögmál það, sem hér er um að ræða. Mér
koma til hugar tveir brœðr, sem nú eiga heima
hvor i sínu landi, en hvorugr þó í því landi, þar
sem vagga þeirra stóð. Þeir eru nú báðir fulltíða.
íuenn, algjörlega komnir út í lífið, og hin andlega
stefna hvors um sig, eftir því sem virðast má, fast
ákveðin. Annar þeirra er nú kaþólskr prestr. Hinn
er leikmaðr tilheyrandi trúarflokki Unítara. Báðir
vel gefnir og vel metnir menn. Foreldrar þeirra
heyrðu lútersku kirkjunni til, enda áttu þau heima
i landi, sem kallað var og hefir um langan aldr ver-
ið kallað al-lúterskt land. Það sýndist þannig eins
og fyrirfram ákveðið, að lúterska kirkjan myndi
verða hið andlega framtíðarheimkynni hinna tveggjæ
sona. En faðirinn dó frá börnunum ungum, og sér-
stök atvik, sem hér þarf eigi frá að skýra, leiddu
til þess, að móðirin lét syni sína frá sér. Annar
var fenginn kaþólskum manni og gegnum hann ka-
þólsku kirkjunni til uppeldis í öðru landi; og út af
því atviki varð hann að því, sem hann nú er orð-
inn. Hinn komst í fóstr til gáfaðs manns, sem ver-
ið hafði vinr föður hans. Og þessi fóstrfaðir elskaði
drenginn eins og sinn augastein, En af því að hann
var ákveðinn skynsemistrúarmaðr, þá hneigðist líka
uppeldi það, er sveininum veittist, í sömu átt, burt
frá kristinni kirkju og kristilegri lífsskoðan. Og
fyrir þetta skynsemistrúar-uppeldi er þessi sonrinn
orðinn það, sem hann nú er. Þeir halda hvor um
sig þessara tveggja brœðra þjóðerni sínu að all-
miklu leyti, en þeir ganga með nýjar lífsskoðanir,.