Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 79
79
að því er til trúarinnar kemr, og með sína lífsskoð-
anina hvor þeirra. Þeir voru þegar í œsku hrifnir
út úr umheimi þeim, er þeir höfðu flutzt inn í með-
fœðingunni, fengu hvor um sig nýjan umheim utan
um lífið sitt, og eiga nú íyrir bragðið í andlegu til-
liti heima eins og hvor í sinni veröld. Og þessi
forlög þeirra hefði með nærri því fullkominni vissu
mátt segja fyrir undireins og það var vitanlegt, í
hvaða hendr þeir voru látnir í œsku þeirra.
Þetta getr minnt oss alla á það, hve dœma-
laust mikla þýðing barnauppeldið hefir og hefir æfin-
lega hatt í gegn um alla mannkynssöguna. Eftir
því, sem mannssálin mótast af umheiminum, sem
næst liggr í œskunni, eftir því skapast yfir
höfuð að tala framtíðar-forlögin. Oft má á vorri
tið heyra raddir frá mönnum, sem gjöra kröfu tif
þess að vera vel upplýstir og frjálslyndir, í þá átt,
að það sé rangt og ófrjálslegt og syndsamlegt af
kirkjunni að taka barnssálirnar fyrir meðan þær
enn eru óþroskaðar og ósjálfstæðar til þess að troða
inn í þær trúarkenningum kristindómsins. Ef þess-
ar sálir, þegar þær eru komnar til vits og ára,
vilji aðhyllast lífsskoðun þá, er felst í hinum kristnu
frœðura, þá sé auðvitað ekki neitt um það að tala.
Það verði þá á þeirra ábyrgð, — þeim sjálfum ann-
aðhvort til góðs eða ills. En það sé hrein og bein
óhœfa að taka svona fram fyrir hendr hinnar upp-
vaxandi kynslóðar í þessu tilliti. Af eigin frjálsum
vilja eigi menn sjálfir, þegar þeir sé því vaxnir, að
ákveða sína eigin trú. En með þessu lagi, sem
kirkjan hafi, sé menn áðr en þeir af viti sviftir frjáls-
ræði sínu, leiddir inn í kirkjuna sjáifum sér óafvit-
andi eins og ánauðugir þrælar. Það lætr býsna