Aldamót - 01.01.1895, Side 80
80
sennilega í eyrum, þetta. En það er þó ekki ann-
að en heimskulegt munnflapr, frelsisglamr, sem eng-
ar skynsemisástæður hefir við að styðjast. Því þeg-
ar að er gætt, þá kemr það brátt í ljós, að hvert
einasta barn hlýtr að verða fyrir einhverjum áhrif-
um frá mönnum þeim, er næst því standa, að um-
heimrinn er búinn til svo og svo stórra muna að
móta það í andlegu tilliti áðr en frjálsræði þess
kemr til greina eða tekr við stjórninni. Barnssálin
getr ekki, hversu fegnir sem menn vildi, varðveitzt
eins og óskrifað spjald. Umheimrinn ritar þar æfin-
lega eitthvað á. Og þar sem það er algjörlega víst,
þá er það ekki nema eðlilegt og alveg sjálfsagt, að
þeir, sem að börnunum standa, kappkosti að innræta
þeim sem allra fyrst það, er þeir hafa hugmynd
um að helzt megi verða þeim á ókominni æfi til
blessunar. Núveit kirkjan ekki af neinu eins heilsu-
samlegu fyrir mannlífið eins og orði kristindómsins.
Iiún veit, að í því einmitt er sáluhjálpin fólgin. Og
er þá ekki mikið að furða sig á þvi, að hún gjörir
sér far um að halda þessu orði sem fyrst að barn-
inu. Iíún veit, að ef geymt er svo og svo lengi
að rita liknarstafj guðs orðs á spjald barnssálarinn-
ar, þá eru allar líkur fyrir því, að heimrinn og van-
trúin verði áðr búin að rita þar sínar óheillarúnir.
Því komist þessi siðar nefndu stórveldi að með sín-
ar rúnir, þá er langlíklegast, að framtíðar-forlög
barnsins sé þar með ákveðin. Og enginn vafi er
á því, að þeir sem aðra lífsskoðun hafa en hina
kristilegu, hugsa að sínu leyti alveg eins, að því er
snertir uppeldi sinna eigin barna. Þeir hafa það
lika í meðvitundinni, að stefna sú, sem mannlífið
íær á fullorðins aldrinum, fari jafnaðarlega lang-mest