Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 82
82
ítnnars staðar í landinu. Eins raeiri dauðahætta á sj6
lieldr en á landi. Meiri dauðahætta fyrir hermenn
á striðstímum heldr en þá, sem ekkert hafa af hern-
aði að segja. Enda taka lífsábyrgðarfélögin þetta allt
fullkomlega til greina. En að sama skapi er þá
líka hið andlega lif manna í meiri og minni hættu
á hverjum aldri, sera vera skal, eftir þvi, sem meirt
eða minni voði 1 andiegum skilningi vofir yfir þeim
eða þeim staðnum, því eða þvi byggðarlaginu.
Fyrir 11 árum átti eg um fjögra ára timabií
heima i Seyðisfirði, einni alþekktustu Austfjarða-sveit-
inni á íslandi. Og meðan eg dvaldi þar, kom þar
fyrir slys eitt voðalegt, sem eg gleymi aldrei. Það1
var snjóflóð, sem kom úr hinu hengiháa og snar-
bratta fjalli Bjólfstindinum fyrir ofan Öldu-kauptún-
ið við fjarðarbotninn, braut niðr hús, þeytti mönn-
um og munum út á sjó og varð tveimr börnum að
bana. Sumir þeirra, er lentu í voðanum, björguðust
af með mestu nauðum, að því er virðast mátti, á
yfirnáttúrlegan hátt. Hin megnasta ógn og skelfing
fyllti huga almennings út af þessum hræðilega at-
burði. Þetta var um miðjan vetr árið 18821. Ákveð-
ið hafði verið eigi löngu áðr, að koma upp almenn-
um barnaskóla fyrir sveitina, og skyldi hann ein-
mitt standa þar á Öldunni, með því að þar var flest
fólk saman komið. Og um sumarið áðr en slysið
vildi til hafði ofr-litil byrjun verið gjörð til stein-
undirstöðunnar undir þetta skólahús. En það var
einmitt á þeim bletti, þar sem meginstraumr snjó-
flóðsins œddi yfir. Hugsanin var sú, að halda bygg-
ingunni áfram á næsta vori. En eftir að snjóflóðið
1) 13. Janúar.