Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 84
84
með því, að skólinn skyldi reistr á hitiura upphaf-
lega stað. Skólinn var nú samt fluttr á annan
betri og óhultari stað, þar sem hann mér vitanlega
stendr enn. Sá, sem nú segir yðr þessa sögu, stýrði
fundinum. Og þar sem atkvæðin féllu jafnt með og
móti umskiftum á skólastœðinu, kom það til hans
kasta að ráða úrslitunum með atkvæði sínu. Hann
greiddi atkvæði með því, að hætt væri við gamla
skólastœðið. En á þriðjavetri eftir þetta1 fellr nýtt
snjófljóð hér um bil nákvæmlega yfir sömu stöðv-
arnar þar á öldunni, en enn þá miklu stórkostlegra
og voðalegra en hið fyrra. Það tók með sér nærri
því hálfan þriðja tug mannlífa2 fyrir utan svo og
svo mikið eignatjón, sem mér er ekki vel kunnugt
um, með því að eg var þá á ný kominn hingað vestr
til Ameríku. Hefði Seyðisfjarðarskólinn verið upp
byggðr á gamla grundvellinum, þá hefði þetta nýja
flóð tekið hann með sér og sópað honum eins og
öllu öðru á þeim bletti út á sjó í algjöra eyðilegg-
ing. Og það hefði verið þeim mun sárgrætilegra
fvrir þá sök, að þau forlög mátti hjer um bil með
vissu segja fyrir. — Eg býst við, að yðr öllum finn-
ist mikið til um blindni Seyðfirðinganna, sem greiddu
atkvæði með því, að skólinn þeirra væri byggðr í
farvegi hins nýfallna snjóflóðs. En ekki var nú sú
blindni neitt meiri heldr en jafnt og stöðugt hefir
komið fram í mannkynssögunni. Menn eiga kost á
að sjá svo og svo rnikið af yfirvofandi hættum, lík-
amlegum og andlegum, og láta sér þó ekki detta í
hug að flýja eitt fótmál burt undan þeim. Menu
ýmist trúa á tómar hendingar og tilviljanir, eða
1) 18. Febráar 1885
2) 24 menn misstu lífið.