Aldamót - 01.01.1895, Side 85
85
menn halda sjer rigbundnum við hina gömlu setning,
að enginn megi sköpum renna, eða menn hugsa bók-
staflega ekki neitt.
Þjóðlíf vors kæra föðurlands íslands hefir um
langan aldr haft og hefir enn nokkuð á bak við
sig, sem þvi stendr fullt eins mikil hætta af eins
og Seyðisfjarðar-Öldunni af Bjólfstindinum. Það er
eitt andlegt fjall, sem segja má að sé nokkurskonar
bakjarl gjörvalls lífsins í landinu, mjög háreist, álitlegt
og tignarlegt fjall, sem i fljótu bragði getr virzt dœma-
laust hentugr og heppilegr skjólgarðr fyrir menn-
ingarakrinn islenzka, tryggr og traustr varnarmúr
til þess að halda heimsku- og hleypidómum burtu
frá þjóðinni. En þegar betr er að gáð, þá á eng-
um að geta dulizt, að þetta fjall er þannig vaxið,
að úr þvi hljóta þá og þegar að koma eyðileggjandi
andleg snjóflóð og falla yflr svo að segja hvern ein-
asta blett af hinni íslenzku byggð. Það er eins aug-
sýnilegt, þetta, fyrir hvern, sem í andlegu tilliti er
kunnugr islenzkum landsháttum, eins og það er
augsýnilegt fyrir hvern, sem kemr af landi eða sjó
á Seyðisfjörð, að Bjólfstindrinn ógnar Öldubyggðinni
si og æ með voða og grandi. Þetta andlega fjall,
sem eg á við, er Kaupmannahafnar-menntan Islend-
inga. Það er vitanlegt, að allir æðstu embættis-
mennirnir á Islandi hafa gengið á Kaupmannahafn-
ar-háskóla, sótt sina æðstu menntan og aðalmenntan
út til höfuðborgar Danmerkr. Þessir menn ráða að
sjálfsögðu yflr höfuð að tala menntastraumnum, sem
flýtr í gegnum þjóðlifið og ber það áfram. Skólarn-
ir íslenzku hér um bil algjörlega í þeirra höndum,
og frá þeim, þessum íslenzku skólum, eingöngu hafa
allir hinir embættismennirnir, sem ekki hafa á
danska háskólann gengið, menntan sina. Getr því