Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 86
8«
enginn neitað, að Kaupmannahaínar-menntan íslend-
inga sé hinn eiginlegi bakjarl hins islenzka þjóðlífs.
Hinu kynni sumir heldr vera freistaðir til að neita,
að nokkur hætta vofi yíir þjóðlífinu út af því ástandi,
að nokkuð þurfi að kvíða f'yrir andlegum snjóflóðum
frá því háa og göfuga fjalli. En mér finnst það
ætti hverju mannsbarni með fullu viti að vera aug-
sýnilegt. Til þess þarf engin spámannsgleraugu,
enga yfirnáttúrlega ófreskisgáfu. Til þess þarf ekki
annað en minnast þess, hvers eðlis sá menningar-
straumur hefir yfir höfuð að tala verið, sem land og
lýðr hefir nú í langa tíð fengið til sín úr þeirri átt,
og þá um leið og ekki sízt, af hvaða anda þeir tala,
Kaupmannahafnar-íslendingarnir, sem nú á yfir-
standandí tíð aðallega liafa orðið. Þeir, sem lesið
hafa »Sunnanfara«, geta víst ekki verið í miklum
vafa um það, hver sá andi er, sem lengst af hefir
ráðið í því blaði. Eg býst við, að þér munið vilja,
einkenna þann anda með því að kalla hann van-
trúaranda. En það hefir stundum vissulega nokkuð
enn þá meira vakað fyrir -þeim, sem í það blað
hafa helzt ritað, heldr en það að gjöra út af við
kristna trú og kristilegt trúarlíf hjá þjóð vorri. Hið
unga skáld, Þorsteinn Gislason, sem blaðið hafði um
tíma á síðasta ári fyrir millibilsritstjóra, sýndist jafn-
vel sáróánægður með það ástand í menningarlífi
jþjóðanna í heiminum, að allir skuli ganga uppréttir,
og telja það ómissandi spor til framfara mannkyns-
ins, að menn fœri nú að ganga á fjórum fótum, og
þá liklega eta gras með dýrum merkrinnar eins og
Nebúkaðnesar forðum. Þetta virðist benda á meira
en það, er vanalega er kallað vantrú. Og það að
annað eins skuli koma fram í aðalmálgagni nútíðar