Aldamót - 01.01.1895, Page 88
88
í.slendingurinn, dr. Jón Þorkelsson, ritstjóri »Sunn-
anfara®, heflr mjög skilmerkilega bent þjóð vorri á
það, hve mikið tjón Island hafl á liðnum tima beðið
af Hafnargöngum íslenzkra námsmanna. Hann kom
með þær bendingar í sambandi við háskólamálið..
Það var mjög heppilegt, að þær bendingar skyldi
koma einmitt úr þeirri {itt. Því líklega verðr eng-
inn til að brigzla honum um, að hann sé einn af
þessum þröngsýnu og ofstækisfullu kirkjumönnum.
Nei, það vofir virkilega hætta yfir landi og lýð út
at þeirri lífsskoðan, sem íslendingar jafnt og stöð-
ugt sœkja til Kaupmannahafnar, enda getr blindr
raaðr nærri því séð ávextina í öllum áttum og á
öllum stigum hins íslenzka þjóðarlífs. Fyrir skömmu
kom út söngbók nokkur frá stúdentafélaginu í Reykja-
vík, sein nefnd hefir verið »brennivínsbókin«, og er
það ljómandi sýnishorn af anda þeim, sem ráðandi:
cr meðal menntamannanna islenzku, er tilheyra þeim
fólagsskap. Það, að annað eins blóm skuli hafa.
getað sprungið út í hlaðvarpa nútíðarmenntunarinn-
ar islenzku, er vissulega mjög ískyggilegt timanna
teikn. Bók þessi á naumast sinn líka í bókmennt-
um heimsins á yfirstandandi tíð. Og mér finnst
rnönnum ætti að vera auðgefið að geta sér i vonirn-
ar út af öðru eins, þótt litið og ómerkilegt kunni að
virðast, hvaða forlög liggi fyrir þjóðlífi því, sem inn-
blásið er þvílíkum menntaanda. Eg legg enga að-
aláherzlu á »brennivíns«-ilöngunina, sem kemr fram
í þessari bók; hún getr verið sök sér. Aðalatriðið-
er léttúðin og óskammfeilnin og heimskanj’ og »ni-
hilista«-hugsunarháttrinn, sem ræðr í bókinni og
sem hinir ungu menntamenn eru með þessum söng-
um að syngja inn í þjóðina. Og enginn vafi er á.