Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 90
90
til kappinn Þesevs kom til sögunnar. Hann breytti
|>essum hræðilegu forlögum. Eftir svo og svo mik-
inn útbúning bætti hann sér inn í völundarhúsið og
drap Mínotárus. Og fyrir hálf-yfirnáttúrlega hjálp
Aríödnu, dóttur Minosar konungs, rataði hann aftr
út úr völundarhúsinu. Og með því var æskulýðr
Aþenuborgar fyrir alla ókomna tíð frelsaðr undan
hinni yfirvofandi œgilegu hættu. — Kaupmanna-
hafnar-menntan Islendinga er nauða-lík hinu forna
völundarhúsi á Krítey. Það er andleg ófreskja inni
í því völundarhúsi, ekki hót hættuminni en Míno-
tárus. Það er vantrúin. Og sú ófreskja er þegar
búin að gleypa langtum fleiri íslenzka æskumenn
en Aþenumenn misstu forðum í ginið á Mínotárus.
Og hin hræðilegu framtíðarforlög eru enn ákveðin,
vegna þess að enginn íslenzkr Þesevs hefir enn
bomið fram, brotizt inn í völundarhúsið og lagt hið
andlega skrímslið að velli. Og þrátt fyrir hin á-
kveðnu örlög alls þorrans, sem sendr er til mennt-
unar þessum stað, þá eru Hafnargöngr íslenzkra
námsmanna í síðustu tið allt af að aukast, og engin
rödd heyrist úr landinu, þaðan er helzt skyldi mega
við slíku búast, í þá átt, að nokkur veruleg hætta
gæti verið vofandi yfir þjóðlífinu frá þessari æðstu
og virðulegustu menntastöð Islendinga. Hvaðan ætti
helzt að búast við slíkum röddum ? Að sjálfsögðu
úr hópi hinna eiginlegu kirkjumanna á íslandi. En
þar er steinhljóð. Þeir horfa á hin andlegu snjó-
flóð vantrúarmenntunarinnar dansk-íslenzku jafnt og
þétt falla yfir landið og inn á þjóðlífið eins og ekk-
ert væri, hugsandi líklega, að þetta sé annaðhvort
orsakalausar hendingar eða óviðráðanleg forlög,
sem allt eins myndi koma úr liverri annari átt, sem