Aldamót - 01.01.1895, Side 93
9 :
stranda Islands. Eða skyldi nokkur með rökum
geta neitað því, að aðalerviðleikarnir, sem hin lút-
erska kirkja Vestr-íslendinga hefir haft við að stríða
frá því fyrst, er hún var hér grundvölluð, og allt
fram á þennan dag, eigi rót sína að rekja til anda
þess, sem ráðandi er í menntalífi íslands? Myndi
nokkur líkindi til, að eins stórkostlega hefði borið á
vantrú og kristindómsneitan meðal íslendinga hér,
hefði menntalíf þjóðar vorrar heima fyrir ekki ein-
mitt verið gegnsýrt af þessu sama andlega ólyfjani9
Er það ekki öllum vitanlegt, að vantrúaröldurnar,
sem gengið hafa yfir hið íslenzka félagslíf hér í
Vestrheimi, eru aðallega frá Islandi koranar og hafa
allt af fengið sinn mesta styrk, sitt aðaleyðilegging-
arafl, úr þeirri átt? Vel veit eg það, að vantrúar-
missíóninni, sem hleypt hefir verið á stað meðal ís-
lendinga hér, hefir að miklu eða Öllu leyti verið
haldið uppi með ameríkönskum peningum. Og vel
veit eg það líka, að þeir af löndum vorum hér, sem
helzt hafa verið talsmenn vantrúarinnar, hafa yfir
höfuð haldið því fram, að fólk vort í þessu landi
ætti sem allra fyrst að skilja sig við sína íslenzku
þjóðernis-einkunn, kasta hið allra bráðasta burt frá
sér öllu íslenzku, með því að svo að segja ekkert
nýtilegt væri til í hinum íslenzka föður- og móður-
arfi vorum. Og gæti hvorttveggja þetta virzt benda
á, að vantrúin öll hjá Vestr-íslendingum væri af
hérlendu bergi brotin; menn hefði drukkið þann anda
inn í sig hér úr ameríkanska þjóðlífinu. Og mætti
þá líka styðja þessa skoðan með því, að vestr-ís-
lenzku vantrúnni væri svo gjarnt að slá um sig með
utan að lærðum glósum eftir amerikanska vantrúar-
menn, t. a. m. Robert Ingersoll og aðra hans líka.