Aldamót - 01.01.1895, Page 94
94
Eq ekkert af þessu sannar þó ameríkanskan upp-
runa vestr íslenzku vantrúarinnar. Uppruninn er is-
lenzkr, en alls ekki amerikanskr. Menn komu f
upphafi með þessa vantrú frá Islandi og hafa stöð-
ugt verið að koma með hana þaðan. Það gat ekki
annað verið, þar sem sá andi er vitanlega svo á-
kaflega sterkr í menntalífinu þar heima.
í Manitoba og hinum öðrum vestrfylkjum Cana-
da er mér vitanlega alls enginn Unítarasöfnuðr tií
nema hinn islenzki. Og þó að honum sé haidið við
iýði með peningum Amerikumanna, en ekki íslend-
inga, þá sýnir það þó býsna skýrt, að andi sá, er
safnað hefir löndum vorum í þann fjelagsskap, muni
ekki vera inn í þá kominn úr þjóðlífinu þar í kring-
um þá, heldr muni þeir einmitt hafa tekið hann með
sér úr sinum fornu átthögura inn í þetta þjóðlíf. Og
þó að þessi andi noti eðlilega allan styrk, bæði pen-
ingalegan og annan, sem hann getr fengið hér i
landinu, sér til lífs og viðrhalds, þá er enginn vafi á
þvi, að sá styrkr hefði litla þýðing, ef hann ekki
aetti sinn bezta bakjarl í vantrúnni, sem íslenzka
menntalífið hinum megin við hafið hefir til brunns
að bera. — Vér höfum í liðinni tíð fengið hingað
yfir um ekki svo mjög fáa skólagengna Islendinga,
eða, eins og vant hefir verið að kalla, »menntaða«
íslendinga heiman að. En hvað hefir svo orðið úr
þeim hér? Þeir hafa yfir höfuð að tala lent þeim
megin, sem vantrúin er, eða að minnsta kosti ekki
getað orðið með í þvi að uppbyggja kirkju vora,
ekki haft samvizku til að standa í kristnum söfnuði.
Og sumir þeirra gjörzt reglulegir merkisberar antí-
kristindómsins meðal fólks vors. Þetta getr ekki