Aldamót - 01.01.1895, Síða 95
95
verið tórn hending. Þetta voru vissulega forlög, og-
þau forlög hlutu að koma fram, með því að þau
voru fast ákveðin fyrirfram. Og sömu forlögin eru
sjálfsögð í framtíðinni svo lengi sem horfur mennta-
lífsins á íslandi breytast ekki til stórra muna frá
því, sem nú er. — Vér höfum á liðnum árum gjört
all-miklar tilraunir til að útvega oss presta frá Is-
landi. Oss fannst það einu sinni myndi vera reglu-
legt lífsspursmál fyrir kirkjufélag vort. Tilraunirn-
ar misheppnuðust, og lá þá mörgum við að örvænta
um framtíðarbag kirkju vorrar hér. En jafnframt
höfum vér fengið nýjar og nýjar sannanir fyrir því,
að forlaga-útreikningr vor hafði verið ramm-skakkr.
Eftir þvi, sem nú er komið fram, eru allar likur
fyrir því, að vér hefðum í kirkjulegu tilliti verið enn
verr farnir en er, hefðum vér fengið þann presta-
forða frá íslandi, sem vér upphaflega óskuðum eft-
ir. Lang-líklegast, að þetta vesalings kirkjufélag ís-
lendinga í Vestrheimi hefði þá ekki lifað fram á
þennan dag, heldr lægi nú niðr brotið og andvana í
sinni gröf. Hann, sem er yfirherra kirkjunnar, hef-
ir vissulega verið að kenna oss með öllu þvl, sera
komið er fram í hinni kirkjulegu félagsbaráttu vorri,
að gæta betr að teiknum tímanna, hinum andlegu
teiknum, sem uppi eru yfir menntalífi hins kæra
föðurlands vors, Islands, og kenna oss það í því
skyni, að vér með nýrri trú, með einbeittum huga
og sameinuðum kröftum fœrum að vinna að þvi. að
tryggja framtíð vora samkvæmt nýjum, skynsamleg-
um og kristilegum forlaga-útreikningi.
Er mögulegt að flytja hið andlega fjall, sem
veldr hinum eyðileggjandi snjóflóðum, er stöðugt eru
að falla yfir hið íslenzka þjóðlíf? Þessi spurning