Aldamót - 01.01.1895, Page 96
96
kemr aðallega við löndum vorum heima á íslandi.
Það eru þeir, sem verða að vinna það þrekvirki,
ef það á annað borð er vinnanda verk. En eiga
þeir þess þá nokkurn kost? I þvi sambandi vilda
eg minna á þetta orð frá mannkynsfrelsaranum
sjálfum: »Sannlega segi eg yðr: Ef einhver segði
við fjall þetta: ,Lyfc þér upp og kasta þér í hafið*,
og efaði ekki í hjarta sínu, heldr tryði, að það
myndi verða eins og hann segði, þá myndi honum
verða að þvf, sem hann sagði« (Mark. 11, 23).
Sæi þeir menn, sem sérstaklega eru settir til þess,
að vera talsmenn kristindómsins heima á Islandi,
hættu þá, sem þjóðlífinu er búin af Kaupmanna-
hafnar-menntaninni, og tæki svo 1 alvöru að vinna
að því, að hrífa þjóðina undan þeirri bættu, þá er
eg alveg sannfærðr um, að það myndi takast. Og
þá mætti með sönnu segja, að hið andlega fjall, sem
um var að rœða, hefði af þeim sömu mönnum verið
flutt úr stað og því kastað í hafið. Og myndi forlög
Islands þá óðar breytast. — En setjum svo, að þeir
þar heima gjöri ekki neitt þvilíkt. Er þá endilega
sjálfsagt, að vér getum ekkert gjört til þess að verja
oss og fólk vort hér fyrir áframhaldandi sjálfsögð-
um snjóflóðum úr þessu íslenzka menntafjalli? Væri
það virkilega svo, þá mætti líka með hér um bil
fullkominni vissu segja það fyrir, að mjög ill örlög
bíði vor í framtíðinni. En vér erum engir þvílíkir
forlagaþrælar. Vér getum með guðs hjálp hrifið
fólk vort undan hinum hættulegu áhrifum vantrúar-
menntunarinnar íslenzku. Vegrinn til þess er þegar
iagðr út og ákveðinn. Hin fyrirhugaða skólastofnan
kirkjufélags vors leiðir oss inn á þann veg. Því
vér göngum að sjálfsögðu út frá þvi, að það verði