Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 97
97
andi kristindómsins, en ekki vantrúarinnar andi, er
ráðandi verði á þeim skóla. Með slíkri menntastofn-
an myndi hin uppvaxandi íslenzka kynslóð hér
ihópum saman verða tekin burt undan snjóflóðum
J)eim, er væntanleg eru frá menntafjallinu íslenzka,
•svo lengi sem það stendr, og myndi það þá þýða
ihið sama fyrir oss eins og vér hefðum i raun og
veru tekið það eyðileggingarfjall Grettis-taki og
kastað því í sjóinn.
Allar þessar hugleiðingar ætti þá að verða til
J>ess, að vér í drottins nafni hertum oss með hið
mikla framtíðarmál vort — skólamáhð. I því liggr
vonin um það, og meira að segja kristileg vissa urn
-það, að fólk vort hér i landi geti gengið fram á
móti farsælum og blessunarríkum forlögum á ókom-
inni tíð.
Menn eru farnir að tala um það á Islandi í
^íðustu tíð, að óendanlegr vinnukraftr liggi ónotaðr
í hinum mörgu ám og fossum landsins. Og menn
•eru um leið farnir að ympra á því, að það mætti
gjöra dœmalaust mikið landi og lýð til framfara
með því að hagnýta sér þann vatnskraft. Þetta
minnir mig á hið hulda afl, sem knýr mannlifið á-
fram, forlaga-afl mannkynssögunnar. Það getr fleygt
mönnum út í dauða og eyðilegging og haldið þeim
þar blýföstum og þrælbundnum um langan aldr;
en með guðs hjálp má líka nota það til þess að
leiða menn og mannflokka frarn að hinu fyrir setta
takmarki lífs og blessunar. Það má nota þetta afl
þannig fyrir þá sök, að vér mennirnir erum verur
frjálsræði gœddar, og vitum nú, að það er ekki
neinn orsakalaus óskynsamr kynjakraftr, ekkert
yfirnáttúrlegt handahóf, sem ræðr þvi, hvernig lífið
Aldamót V. 7