Aldamót - 01.01.1895, Page 101
101
anda, þótt smellinn sje, þegar tilfinningin fyrir hinu
sanna er orðin svo heilbrigð, að hið glæsilega, það,
sem að eins hefir á sjer fegurðarinnar yfirskin,
heillar ekki hugann.
Jeg er í engum efa um það, að vantrúin hjá
oss íslendingum er að minnsta kosti að sumu leyti
bein afleiðing þess, að borið hefir verið á hið and-
lega borðið hjá oss svo mikið af tómum orðum. Þau
hafa hringt og smollið fyrir eyrunum. Og fyrir
töfravald þeirra heflr margr maðrinn orðið hugfang-
inn af þeim og heillaðr. Og Guð sá, er menn fyrir
þeirra áhrif hafa tilbeðið, hefir svo sem að sjálf-
sögðu ekki verið annað en goð, steypt úr tómum
orðum, stórum og smellnum. Það hefir verið gjálf-
ursgoð. Og guðsdýrkun sú. er því hefir verið sýnd,
eðlilega af sama tagi. Orð — orð — stór og smellin.
Orðagjálfr. Er furða, þó það svo gufi upp, goðið
það arna, með vaknanda verulegleikaviti mannsins?
En þegar dýrkendr þess, sem staðið hafa raitt uppi
í kristniuni, sjá, að þeir hafa faðmað ský og ekkert
annað, verðr hinn andlegi heimr um leið fyrir aug-
um þeirra tómr og kristindómuriun og skýið sami
hlutrinn.
Það er heilbrigt, þegar sannanir eru heimtaðar fyrir
því, semtrúaá,en ekki þegar gleypt er við öllu sannana-
iaust. En hægt er að fara of langt, og liggr mjög nærri,
og heimta meira en góðu hófi gegnir. Hægt er að vera
óánægðr með góðar sannanir af sömu ástæðum og
lystarlaus maðr er óánægðr með góðan mat. Til
er andlegt lystarleysi. Og er þá fundið að öllu,
hvað gott sem það er. Efinn er vottr um heilbrigði,
svo lengi sem sannanir eða áreiðanlegleika vantar
fyrir einhverju. Heilbrigðr efi er sannleiks ást. En