Aldamót - 01.01.1895, Side 102
102
ef efinn heldr áfram, þótt sannanir sjeu fengnar eða
áreiðanlegleiki fjTÍr einhverju, er hann ekki lengr
heilbrigðr. Þá er efunarsýki komin í manninn. En
sömuleiðis er það ekki heilbrigt, ef sá, sem vissu
vantar á einhverjum hlut, hefir það skilyrðum bund-
ið, hvernig hann vilji eignast vissuna. Hann vill
þá ekki sannfærast um hlutinn, nema hann sann-
færist á einhvern vissan hátt, sem hann til tekr.
En mjer virðist sjerhverjum ætti, svona almennt
talað, að standa á sama, hvernig hann eignast viss-
una, ef haun að eins eignast hana. Vitanlega má
ekki vissan vera dýrkeyptari en verð þess hlutar
er, sem um er að ræða, að fá vissuna um. Dauð-
sjúkum manni stendr t. d. alveg á sama um, hvaða
meðul hjálpa honum, fái hann að eins heilsu sína
aptr, ekki sízt ef meðalið, sem haft var við hann,
var hið eina, sem hjálpað gat. Skipbrotsmaðr, sem
komizt hefir í land, gerir sjer ekki mikla rellu út
af þvi, hvernig hann komst á land, hvort heldr það
uú var á trjebút eða flaki eða í björgunarbát.
Hvernig læknast efi? Með því að skúta mann
út fyrir hann? 0, nei! En með því að maðrínn
sannfærist. Hvernig sannfærist hann þá ? Með því
að sannfæra sjálfan sig um, að það sje satt, sem
ræða er um. En hvernig sannfærir hann sjálfan sig?
T. d. með því að reyna hlutinn. Eða er það ekki
góðr vegr til þess að sannfæra sig um eitthvað, að
reyna það sjálfr? Jú, mjer liggr við að halda það.
Það er óefao ágætr vegr, þegar hægt @r að koma
þvi við. — Sjúklingr kemr til læknis og spyr hann,
hvort hann geti hjálpað sjer. Læknirinn skoðar
hann og segir svo! »Jú, jeg hefi góða von með
það«. Sjúklingrinn segir: »Já, en það er eitt að«.