Aldamót - 01.01.1895, Side 103
103
»Hvað er það?« spyr læknirinn. »Jeg heíi enga trú
á því, sem þjer segið«, segir sjúklingrinn. »Því leit-
ið þjer þá til mín?« spyr læknirinn. »Jú«, segir
sjúklingrinn, »mig langar til þess að fá heilsuna
ng svo heyrði jeg mart gott um yður sagt. En
samt sem áðr get jeg ekki haft nokkra trú á þvi,
að þjer munið geta bjálpað mier, því jeg hefi nú
verið hjá svo mörgum læknum. Og allir hafa þeir
lofað mjer hinu bezta, en orðið mjer þó að engu
gagni. Hið eina, sem jeg hefi upp úr því haft, eru
útlátin«. »Mjer þykir fyrir því«, segir læknirinn,
»að þjer skuluð ekki geta borið traust til mín. En
jeg skal gera eitt. Ef þjer viljið lofa mjer að gera
tilraun við yður, skal jeg gera mitt bezta fyrir yður.
Og ef það verðr yður ekki að neinum notum, þurt-
ið þjer ekki að borga mjer fyrirhöfn mína«. Eng-
um dytti vist í hug að neita þvl, að læknirinn gerði
manninum bezta tilboð. Hann vildi láta reynsluna
.þegjandi sannfæra sjúklinginn.
Efazt er um sannleika kristindómsins af mý-
mörgum. Margir segjast mundu trúa, ef þeir að eins
fengju fullnægjandi sannanir fyrir áreiðanlegleik
kristindómsins. En sannanirnar sjeu ekki tii. Ef
trúa eigi, verði að trúa í blindni. Með sjáandi aug-
um sje engum manni unnt að trúa. Hið eina, sem
mæli með trúnni, sje það, að eins og stendur á fyrir
manninum hjer í heiminum, þá sje það gott fyrir
hann að trúa og eiginlega nauðsvnlegt fyrir hann
að geta það. Það hafi viss þægindi í för með sjer
iyrir manninn. Fyrir hinn trúaða mann sjálfan
^geti kristindómrinn að þessu leyti haft nokkurs kon-
ar sanuleiksgildi. Ekki að hann hafi neitt sjálfstætt
sannleiksgildi. Kristindómrinn er í sinni hreinustu