Aldamót - 01.01.1895, Page 104
104
mynd fallegr draumr. 0g fallegr draumr hefir
óneitanlega sína þýðingu. Ef hægt er að deyfa
s.órsauka lífsins með fallegum draum, því þá ekki
að halda áfram með að dreyma fallega drauminnf
Svo það getr verið efunarmál, hvort þeir sjeu ekki
stærstu svndararnir, realistarnir, sem skella miskunn-
arlaust kaldvotri hendinni framan í dreymandi mann-
aumingjana, svo að þeir hrökkva upp og sjá — að1
allt var draumr.
Jeg held ekki upp á draumalíf. Jeg held upp
á að standa andspænis verulegleikanum og hinu>
sanna, hvernig svo sern það er. Og væri kristin-
dómrinn draumr, skyldi jeg kannast við það. En nú:
er kristindómrinn enginn draumr, ekki fólginn i tóm-
urn stórum orðum og smellnum, eða fögrum hug-
rayndum eða skoðunum þessara og hinna, án nokk-
urs verulegleika á bak við sig. Nje heldr er hann
draugr hræddr við dagsbirtuna. Hann er hinn allra
sterkasti verulegleiki. Og allan aldr sinn hefir hann>
einmitt staðið 1 mestum blómanum, með fegursta á-
sjónuna, þar sem dagsbirtan hefir verið sem allra
skærust. Og svo ætti hann að fara að verða ljós-
hræddr! Ljósið ætti að fara að fivia ljósið! Nei,
kristindómrinn óttast ekki ljósið. Eu öðru raáli er
að gegna með hugmyndagoðin úr stóru og smellnu;
orðunum, er sumir hafa átt í fórum sínum, og hafa
álitið að væri sannr kristindómr. Þau þola ekki
tjósið. Það veit jeg.
Einn er sá, sem í ábyrgð stendr fyrir því, að
kristindómrinn sje ekki neinn draumr eða að eins tóm-
ar fagrar hugmyndir eða skoðanir þessara eða hinna,.
heldr áreiðanlegr sannleíki og hinn sterkasti veru-
legleiki. Ekki að eins sannleiki fyrir þennan eða