Aldamót - 01.01.1895, Page 105
105
hinn, heldr sannleiki í sjálfu sjer, hvort heldr fáir
trúa á hann eða margir. Mín trú á kristindóminn
gerir vitanlega ekki kristindóminn að sannleika,.
þótt mín trú ein geri mig að eiganda sannleika
kristindómsins.
Hann, sem stendr í ábyrgð fyrir því, að krist-
indómrinn er sannleikrinn, segir: «komið og sjáið !»
Er það að fara í felur? Er það að óttast ljósið?
Hægt er að villa sjónir fyrir oss með mörgu mótL
Jeg neita því ekki. En hver sá, sem kynnist Jesú,
kemst fljótt að raun um, að liann er ekki að villa
sjónir fyrir neinuin. Komið og sjáið ! Það stendr
opið fyrir öllum að sannfærast. Og hann, sem býðr,
vill að allir sannfærist — — já, sannfæri sjálfa sig
um það, að hjer sje um sannleikann að ræða. Hann
vill ekki að trúað sje í bindni að eins fyrir orð-
annara. Aðrir geta hjálpað. En á orðurn þeirra
getr enginn byggt trúarsannfæring sina. Hann
veit, að það er ekki hægt og að enginn getr eign-
azt sannleikann að eins fyrir orð annara. Það er
annar vegr, enda er það sá hinn eini vegr. Og
það er að koma sjálfr og sjá sjálfr. Það er ekki
nóg að senda annan fyrir sig og láta hann sjá fyr-
ir sig. Nei, þú átt að koma sjálfr og sjá. Þú átt
að sannfæra þig sjálfr. Komið og sjáið !
Hve margir tala ekki illa utn kristindóminn,
vegna þess þeir hafa heyrt aðra tala illa uni hann!
Þeir líta á hann með annara augum og hafa æfin-
lega gert það, en aldrei með sínum eigin augum.
Og þegar svo athugað er, að hirtir hafa gjört hið
sama, aldrei litið á kristindóminn með sínum eigin
augum, er ekki laust við, að talað sje af talsverð-
um ókunnugleika, þegar þeir tala illa um kristin-