Aldamót - 01.01.1895, Side 108
108
Þeir sáu nú sjálfir að hann var Messías. Þeir sáu<
það með sinum eigin augum, en ekki að eins með'
augum skirarans. Þeir sáu sjálfir, að hann einmitt
var sá, sem þeir leituðu að. Blessaða fullvissa!
Þeir kynntust Jesú persónulega. Þekkingin^
sem samfara var þeirri viðkynning, og sjálfsreynsl-
an, er þeir með því móti fengu, var nú sönnunin,.
er sannfærðiþá. Og jeg veit ekki til þess, að nein
önnur sönnun sannfæri að gagni en þessi, sönnun
sjálfsreynslunnar, byggð á persónulegri þekking á
Jesú, þegar ræða er um sannleika kristindómsins.
Maðurinn þekkir synd sína að eins fyrir sjálfs-
reynslu. Ætti hann svo að geta þekkt sinn firelsara,
hann, sem frelsar hann frá synd hans, fyrir reynslu
annara ? Nei!
Kristindórar hvers eins m innser persónulegr Tcrist-
indómr. Annars er hann ekki neitt. Hvað falleg
sem játning mannsíns er, þótt ekkert væri hægt út.
á hana að setja, væri hún þó gagnslaus fyrir hannr
ef ekki væri sjálfsreynslan bak við, engin persónu-
leg þekking, sem játningin hvildi á, eða lýsti. Og"
þessi persónulega þekking verðr um fram a!lt að>
vera þekking á honum, sem er sannleikrinn per-
sónulegr. Kristindómr án Krists ! Hvað er það ?
Ekkert nema i ímynduninni. Kristr er hjartað i
kristindómnum. Er ekki allt hjá manninum í lífs-
sambandi við hjartað í honum ? Og hlýt ekki jeg
sem kristinn að vera í lifssambandi við hann, sem
er hjartað i mínum kristindómi? Persónulegr krist-
indómr hlýtr að geyma í sjer persónulega þekking
á Jesú og sjálfsreynslu honum viðvíkjandi. Þess
vegna er talað svona persónulega til vor og sagt: