Aldamót - 01.01.1895, Page 110
110
llka að því, að leit mannsins stjórnast af því, hvers
virði hlutr sá er i augum hans, sem hann sækist
eptir. Finnist honum hann vera mikilsvirði og nauð-
synlegr fyrir sig, þá sækist hann að því skapi mik-
ið eptir honum. Leit mannsius stjórnast þá af því,
hvers hann leitar og hvers virði fyrir sjálfan hann
honum finnst sá hlutr vera, sem hann leitar að. Og
ætti það að vera hverjum manni skiljartlegt, sem
athugar það, að hinn persónulegi arðr mannsins af
að leita á fund Jesú, hlýtr að vera undir því kom-
inn, hvers hann leitar hjá honum og hvaða hlutr
honum finnst vera þýðingarmestr tyrir sig.
Þess vegna er bezt fyrir hvern einn að gera
sjer einhverja grein fyrir því, hvers hann leitar og
hvað það er, sem honum finnst vera þýðingarmest
fyrir sig. Jesús spurði bina tvo lærisveina Jóhann-
esar skírara, er komu á eptir honum: »hvers leitið
þjer?« Sjálfsagt var það samvizkuspurning. Og
hina sömu samvizkuspurningu leggr hann fyrir hvern,
sem kemr: »hvers leitar þú?« Hverju æskirðu eptir?
Hvað metr þú mest?« Ekki fer hann eptir þvi,
hvernig svarið hljóðar, heldr eptir því, hvað hreifir
sjer innst í fylgsnum hjartans. Hann þekkir hugar-
stefnu mannsins og veit, hvers hjartað leitar. Hann
sá, að það, sem þessir tveir menn vildu, var að
kynnast honum. Þeir þekktu hann ekki, en þá lang-
aði til þess að vita, hvort hann væri sannarlega
Messías. Það var stóra lífsspursmálið í hjarta þeirra,
að fá fullvissu um það. Og það var hlutrinn, sem í
augum þessara tveggja manna var meira virði en
nokkur annar hlutr og eptirsóknarverðari. Þeim lá
d að fá vissu hjer. Hvers vegna Id þeim svona df
Eptirspurn hjartans eptir Jesú hafði verið vakin hjá.