Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 111
1L1
þeirn. Og þegar eptirspurn eptir honum er nú einu-
sinni verulega vöknuð í mannshjartanu, leiðir hún
manninn á stað i leit eptir Jesú. Og þá liggur
manninum á. Sjálfs sín vegna þurftu þeir að finna
hann. Hið andlega lífið þeirra krafðist þess. Þeir
höíðu orðið varið við dauðann í lífi sínu — dauð-
ann, sem þeim ekki var hægt að flýja frá; en þeir
vildu lifa. Lífsþrá þeirra dró þá til fundar við
höfðingja lifsins. Það hafði verið talað svo við þá
af skíraranum, að einn hlutr var þeim ljós og til-
finnanlegr — syndin, syndin hjá þeim sjálfum. Og
svo hafði skfrarinn bent á Jesúm og sagt: »sjá það
Guðs lamb, sem ber heimsins synd\« Þess vegna lá
þeim á. Syndin lá á þeim. Það ætti því að vera
skiljanlegt, hvers vegna þeim Id á að kynnast hon-
um, sem ber heimsins syndl
0g þegar Jesús sjer, hvað þeim liggr eiginlega
á hjarta, hvers þeir eiginlega leita — að þeir leita
einmitt þess, sem hann var kominn til þess að gefa
— hví skyldi hann þá ekki bjóða þeim að Jcoma og
sjd. Hann hafði einmitt það að sýna, sem þeir
vildu sjá! Vissulega langaði þá til þess að kynnast
honum, En miklu innilegar langaði hann þó til þess
sjálfan. Þeim lá á. Honum þó enn þá meira. Og
það fengu þeir líka að sjá með því að umgangast
hann og kynnast honum, eins og þeir fengu að sjá
hitt fyrst og fremst, persónulega að fullvfssa sig um
það, að hann var sannarlega Messías.
Jesú langar til þess að allir komi til sín og
kynnist sjer. Að því leyti segir hann við alla:
Komið og sjáið! 0g margir koma og sjá hið sama
og hinir tveir menn. En margir segjast líka hafa
komið — og tala um vonbrigði. Þeir höfðu ekki