Aldamót - 01.01.1895, Page 116
116
kynsins að mjög miklu leyti. Það kann að vera,
að allir sjeu ekki á eitt sáttir um gæði þessara af-
leiðinga trúarinnar, en öllum hlýtur að koma sam-
an um það, að ávextir hennar Jiafi verið miklir, því
J)að er einn sögulegur sannleikur, sem alls ekki
verður á móti mælt.
En svo eru farnar að heyrast alloft raddir í þá
átt, að trúin sje nú orðin ávaxtarlaus. Hún sje orð-
in eins og fúið trje, sem engan ávöxt ber lengur, og
sje því þýðingarlaust að halda áfram að hlúa að
henni. Hvert dautt trje sje að eins til óprýðis og
ætti að höggyast burt og brennast. Það er því sagt
að hið gamla trúar-trje ætti að upprætast úr jarð-
vegi sálarinnar, svo það dragi ekki lengur frjófgun-
arkraptinn frá öðrum sígrænum trjám, sem þá fengju
að vaxa þar og bera ávöxt í þess stað. Því er
haldið fram af ýmsum nútíðarinnar vantrúarmönn-
um, að trúin sje orðin máttlaus og áhrifalaus, því
hún fullnægi ekki lengur kröfum tímans. En all-
«ptirtektarvert er það, að á sama tíma sem vantrú-
armenn þessir eru að slá þessu föstu, um aflleysi
trúarinnar, eru aðrir jafn-vantrúaðir menn að kvarta
undan því, hversu sterJc einmitt að trúin sje og
hversu mikil áhrif hún hafi. Og þá auðvitað ill á-
hrif. En svo kemur þeim heldur ekki saman um
það, hvernig þessi illu áhrif hennar sjeu. Margir
þessara manna gjöra sjer mikið far um að sýna fram
á það bæði í ræðum og ritum, hversu grimma og
harðhjartaða kristindómurinn gjöri þá menn, sem
hann aðhyllast. Fátt hafa mótstöðumenn kristinnar
trúar talað meir um en hörku þá og grimmd, sem
einkenni guð biblíunnar. Honum á að vera lýst þar
sem hinum grimmasta harðstjóra, er miskunnarlaust