Aldamót - 01.01.1895, Page 117
117
myrði saklausa menn og noti almætti sitt til að
undiroka lítilmagnann. Það er svo látið fljóta af
sjálfu sjer, að það að trúa á slíkan guð hljóti að
hafa hin háskalegustu áhrif. Þeir menn, sem á Je-
hóva biblíunnar trúi, hljóti af honum að læra grimmd
og kúgun, þeir verði því vægðarlausir og hver öðr-
um illir viðureignar.
En undarlegt er það, að á sama tíma, sem
þessir menn eru að tala um það, hversu harða og
grimina hin kristnu trúarbrögð gjöri játendur sína,
eru aðrir jafn-ákaft að halda fram algjörlega gagn-
stæðum áhrifum trúarinnar. Þeir staðhæfa, að húu
gjöri menn að ósjálfstæðum aumingjum, kjarklausa
og volaða, sem auðsveipir láti sig kúga og kvelja
og óhæflr sjeu til að taka þátt með öðrum mönn-
um i baráttu framfara og frelsis.
Öllu þessu halda vantrúarmennirnir fram gegn
trúnni, en undarlegt er það, að árásir þessar skuli
vera hver annari svo ósamhljóða, Trúin á ýmist
að vera algjörlega dauð og ávaxtarlaus, eða hún á
að bera svo og svo mikla ávexti til ills. Svo ber
þeim aldrei saman um, hverjir þessir skaðlegu á-
vextir sjeu. Mundi það nú vera ósanngjarnt gagn-
vart þessum mönnum, sem þannig dæma um trúna,
að álykta, út af öllum mótsetningunum, sem koma
fram hjá þeim, að þeir ekki þekki nje skilji það
mál, er þeir dæma um? Það er heldur ekki hægt
að ætlast til að þeir skilji það. Trúlaus maður get-
ur ekki dæmt um trúna. Eins og enginn getur rjetti-
lega metið ávexti af aldintrje, sem hann hefur al-
drei sjeð og aldrei smakkað, eins getur enginn bor-
ið um, hverjir og hvílíkir eru ávextir þeir, sem ald-
ntrje trúarinnar ber í sálu þess manns, þar sem