Aldamót - 01.01.1895, Page 118
118
það er gróðursett og þar sem það þroskast, nema
hann hafl sjálfur átt það í eigin sálu sinni. Aðal-
ávextir trúarinnar eru fyrir hið innra andans líf og
verða eigi sjeðir af öðrum mönnum. Auðvitað koma
ávextirnir einnig í ljós í hinu ytra, í hversdagslífinu,
en að fara að eins eptir því er vandaverk, því örð-
ugt mun það flestum veitast að rannsaka hjörtun,
rannsaka hinar innri orsakir, íyrir hverju einstöku
atriði í hinni ytri framkomu einstaklinganna og segja
af hverjum hreifingum andans þetta eða liitt stafi.
Það þarf víst annars ekki langt mál til að sýna
fram á, að trúin beri og í sjálfu sjer hljóti ávallt
að bera mikla og margvíslega ávexti. Meir að segja
mun óhætt að fullyrða það, að áhrif hennar sjeu
hin sterkustu áhrif, er maðurinn verður fyrir. Þeg-
ar vjer lesum sögu einhvers þjóðflokks í þeim til-
gangi að kynna oss hann nákvæmlega, nægir ekki
að lesa um hina sögulegu viðburði eina. Vjer verð-
um að kynna oss hið innra líf fólksins, til þess vjer
fáum að vita, hvað það var, sem orsakaði þessa
viðburði. Trúarbrögðin verða þá ætíð fyrst rann-
sökuð; því þau, meir en allt annað, hafa ráðið
athöfnum þjóðanna. Eins er það með einstakling-
inn. Athafnirnar íara eptir því, sem hugskotið er
innra fyrir. Og ekkert ræður þar eins miklu eins
og trúin — eins og afstaða mannsins við skapara
sinn. Það ógnar-vald hefur átrúnaðurinn ætíð haft,
að ekkert hefur verið honum jafn-áhrifamikið. Oll
trúarbrögð hafa hin mestu áhrif á játendur sína,
annaðhvort til ills eða góðs. En nú er kristindóm-
urinn ávaxtarmeiri en öll önnur trúarbrögð, því hann
er þeim öllum fullkomnari. Engin trúarbrögð hafa
heldur náð eins miklu valdi yfir mönnunum og hann.