Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 120
er engin sáluhjálpleg trú. Það er t. d. engin sálu-
hjálpleg trú að trúa á Jesúm Krist á þann hátt, að-
maður eíi ekki, að hann hafi verið til, gjört þetta
sem frá er sagt í guðspjöllunum, dáið á krossinum
á Golgata, upprisið og uppstigið tíl himna, — trúa
því á sama hátt og maður trúir til dæmis því atriði
sögunnar, að Sókrates hafi verið spekingur mikill f
Aþenuborg, sem skarað hafi fram úr öllum samtíð-
armönnum sínuin að viti, en loks hafi hann verið
dæmdur til dauða og hafi fús, af hlýðni við lands-
lögin, drukkið eitrið, sem honum var byrlað. En nú
er það vitanlegt, að ótalinn fjöldi fólks hefur einmitt
trú á þennan hátt. Menn hafa lært kristindóminn
sinn í æsku, lært »kverið« sitt utanbókar og biblíu-
sögurnar, lært það alveg á sama hátt og reikning
og iandafræði. Margir hugsa svo aldrei frekar út f
þetta og láta það gott heita. Aðrir meira hugsandi
menn hugsa meira út í þetta, þegar til fullorðinsár-
anna kemur. Þeir komast þá, eins og eðlilegt er^
að raun um, að slik trú er ekki fullnægjandi. Svo
yfirgefa þeir þessa trú sína og af því þeir hafa aldrei
haft neitt annað æðra og fullkomnara, slá þeir föstu,
að kristindómurinn sje eintómt f;> En orsökin
fyrir öllu þessu er sú, að þeir aldrei þekktu hina
sönnu trú, nje urðu varir við liina blessunarriku á-
vexti hennar. Þeir skilja svo ekki í því, að kristin-
dómsbyggingin skuli ekki öll þegar hrynja til grunna.
Þeir telja víst, að kirkjan hljóti öll að brenna upp
til kaldra kola með öllum hennar kreddum og kenn-
ingum hið fyrsta. Enda mundi það verða, ef hún
væri að eins það, er þessir menn ætla. En trúin
glæðist samt og útbreiðist og kirkjan vex og dafnar
æ meir og meir og aldrei hefur vöxtur hennar og