Aldamót - 01.01.1895, Page 125
125
Tiaft samfjelag við hian heilaga guð, svo hann ekki
líkist honum að einhverju leyti í kærleika og hei-
lagleik. Þetta er það fullkomnunar-takmark sem
<>11 tilvera mannsins á að stefna að. í þvf er fólgin
hin eina fullkomna sæla bæði þessa heims og ann-
ars, — í því að verða aptur skapara sínum líkur.
Sá maður, sem fundið hefur þessa sælu, hefur aptur
fundið Paradís. Sá maður, sem ekki á hana, er
■enn þá útilokaður frá Edens aldingarði.
Páll postuli talar um þetta sæluríka ásigkomu-
lag, sem maðurinn kemst í, þegar hann á þennan
liátt hefur verið snortinn af guðs anda og er orðinn
guðs endurfætt barn, er hann segir: »Sjálfur and-
inn vitnar með vorum anda, að vjer sjeum guðs
börn; en ef vjer erurn börn, þá erum vjer líka
erfingjar guðs og saraarfar Krists«. (Róm. 8, 16—17).
Sje maðuriun því orðinn trúaður maður, finnur hann
til þess með sæluríkum sálarfriði, að guðs andi býr
í hjarta sjer og hið góða og guði lika er orðið sam-
gróið eðli hans, svo hann þekkir guð og er honum
handgenginn, og lif hans orðið líf í guði.
En aptur skal það tekið fram, að sá maður,
sem eigi er af andanum upplýstur, fær eigi skilið
þetta; »því holdlega sinnaður maður skilur ekki það,
sem guðs anda tilhevrir, því það er heimska fyrir
honum og hann getur ekki skilið það, því að það
hlýtur andlega að dæmast«. (I. Kor. 2., 14). En
þrátt fyrir það er nú þetta andans afl, sem í kristnar
mannssálir er lagt fyrir Jesúm Krist, hið sterkasta
afl, sem í heiminum er starfandi. Til þess eiga rót
sína að rekja hinar blessunarríkustu hreifingar, sem
komið hafa upp í heiminum. Það er sú undiralda,
sem áfram ber hinar háleitustu hugsanir og göfug-