Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 128
128
sæmilega breytni ýmsra, sem einhverra orsaka
vegna teljast í tölu kristinna manna, en alls ekki
eiga kristindóminn í hjarta sínu nje þekkja hann. Það
bera margir kristið nafn, sem ekkert tilkall eiga til
þess og vegna uppgerðar þeirra og hræsni líður kirkj-
an einatt stórtjón. Þeir verða til að fráfæla aðra,
sem álíta alla kristna menn þessum hræsnurum líka,
af því þeir láta sjer ekki annt um að rannsaka
hlutina til hlítar.
«Þeir eru of margir», sagði guð við Gídeon og
ijet hann bjóða þeim öllum, sem í leiðangrinum
voru gegn Mídeanítum, en ekki höfðu brennandi
sannfæring fyrir málefni því, er barizt var fyrir,
að hverfa heim aptur. Þeir eru of margir, sem við
Krist kenna sig, en hafa skort á sannri og lifandi
trú. Málefni kristindómsins mundi græða stórum á
því, að allir slíkir menn hættu að vera í tölu krist-
inna manna. Þeir eru kristindóminum til vanvirðu
og óhæfir til að berjast fyrir hið góða málefnið, um
leið og þeir villa sjónir fyrir þeim, sem fyrir utan
standa.
En þeir eru of fáir, sem eru rjettir stríðsmenn
drottins. Þrátt fyrir allar miljónirnar, sem kristið
nafn bera, eru þeir of fáir, sem sannkristnir mega
kallast, sem endurfæddir eru í anda síns hugskots
fyrir sanna og lifandi trú á frelsara mannkynsins,
sem stjórnast láta af. guðs heilögum anda og eru
honum til vegsemdar, og meðbræðrum sínum til
blessunar, sem ekki láta stjórnast af eigingjörnum
hvötum, — of fáir, sem feta líknar fótspor lausnar-
ans og með sjálfsafneitun og brennandi kærleika til
allra manna sækja fram í baráttunni gegn rang-