Aldamót - 01.01.1895, Page 129
129
iætinu og eymdinni í heiminum með hjarta, hug og
hönd guði vigt og lífið allt drottni helgað.
Vjer höfum þá óbifanlegu sannfæringu, að eðli
og ávextir hinnar kristnu trúar sjeu þannig, að hún
oin geti farsæla gjört mennina bæði tímanlega og
eilíflega. Því til sönnunar höfum vjer vitnisburð
guðs orðs, sögu mannkynsins og ótal hinna göfug-
ustu manna, er strítt hafa fyrir málefni guðs og
velferð mannanna í þessari trú. Vjer höfum það
fyrir satt, að í trúnni á Jesúm Krist sje fólginn sann-
leikur lífs og dauða og sá kraptur, sem einn megn-
ar að frelsa heiminn frá spilling, eymd og glötun.
Þegar vjer ræðum um trúna á þennan hátt, eigum
vjer eðlilega að eins rið hina sönnu og lifandi trú,
sem guðs helgur andi er höfundur að. Vjer eigum
ekki við neina vanatrú, ekki uppgerðartrú, ekki
dauða trú og ávaxtarlausa. Og vjer höfum órask-
anlegt traust á almætti guðs og að sannleikurinn —
trúin, sem af guði er gefin, muni í heiminum sigra
og í henni muni bæði þjóðirnar og einstaklingarnir
læra að flýja í líknarfaðm drottins. Og bæn vor er
sú, að allir menn fái með innilegri hjartans gleði
fundið til þe'ss, að Krists fagnaðarerindi «er kraptur
guðs til sáluhjálpar sjerhverjum, sem trúir», vitandi
það, «að hver sem trúir á soninn, sáhefur eilíftIíf».
0 að hin íslenzka þjóð, bæði austanhafs og
vestan, mætti gjöra sig maklega þeirrar blessunar,
sem guð hefur heitið öllum sínum trúaða lýð !
Aldamót. V.
9