Aldamót - 01.01.1895, Page 132
132
honum þyki vænt um kirkjuna eptir hugmynd Krists,
er honum nærri því illa við hana eins og hún er.
«Þeir tímar, sem liðið hafa, siðan frelsaiinn var á
dögum, hafa mestmegnis gengið til þess að misskilja
eða rangfæra kristindóminn« (249). Onnur eins stað-
hæfing og þetta kemur auðvitað af menntuuarskorti
með fram. Maður verður hans víða var, — ekki
sízt var við guðfræðislegan menntunarskort.
Langoptast er hann sárgramur, þegar hann
minnist á kirkjuna og hefur ekki haft neiua tilfinn-
ing af að rjettara væri að hlífast við að tala um
j>að frá stólnum. Eitt stóra meinið hennar er það,
»að hún hvílir á(!) kennimannlegri stjett, en ekki
andlegu lífi safnaðanna« (6). Sýnist hann þá helzt
vilja afnám prestastjettarinnar og að allir fari að
prjedika.
Það yrði vist beldur en ekki framför!
»Annar gailinn við kirkjulífið er sá, að allur
andi er stirðnaður við form og siðvenjur, sem guðs-
þjónustan er reirð niður við« (6). Eius og ekki
þurfi að vera eitthvert form fyrir hverri guðsþjón-
ustu. Honum er illa við öll kirkjuleg form, af því
hann skilur ekki þýðing þeirra, og jeg er býsna
hræddur um, að fleiri islenzkir prestar sjeu með
sama markinu brenndir. Eini vegrinn, sem slíkir
menn sjá til að vekja nýtt líf, er það að afnema
formin. En það er aumi misskilningurinn. Að blása
nýju lífi 1 formin með því að blása nýju lífi í hjört-
un, kemur þeim ekki til hugar. Það er svo hand-
hægt að nema þessar kirkjulegu siðvenjur úr gildi.
Hitt kostar meiri áreynslu og fyrirhöfn. Um leið og
söfnuðurinn fer að elska guðs orð og fer að hafa á-
nægju af að hafa það um hönd, elskar hann líka