Aldamót - 01.01.1895, Page 133
133
guðsþjónustuformið sitt og finnur sig særðan, ef eitt-
hvað á að fara að hringla til með það. Þegar mönn-
um fer að verða illa við annað eins guðþjónustu-
form og það, sem iúterska kirkjan fylgir, er það
ekki vegna annars en menneru farnir að hafa óbeit
á að hafa guðs orð um hönd og koma til kirkju.
Eitt hið merkilegasta við ræður þessar er það,
að höf. v'ðhefur hin vanalegu, kristilegu orðatiltæki,
en þau þýða hjá honum allt annað en vjer erum
vanir við að láta þau þýða. Hann talar um kristin-
dóm og það að vera kristinn, kraptaverk, synd, guðs-
ríki, sannieika, frelsi, köllun, trú og vantrú, guðs orð,
endurlausn o. s. frv., en lætur þær hugmyndir þýða
allt annað en þær þýða á máli biblfunnar, kirkj-
unnar og trúaðra manna. Nú vil jeg leitast við að
gjöra grein fyrir þessu með dæmum úr bókinni.
1. Kristindómurinn. — í jólaræður.ni segirhann,
að kristindómurinn sje gefinn oss til að sigra náttúru-
öflin fyrir utan oss og hið innra hjá oss. Og svo á
öðrum stað: »Kristindómurinn hefur sett sjer það
mið, að frelsa manninn einmitt með því, að kenna
honum sjálfum að hugsa og framkvæma« (187). Og:
»Kristindómurinn er einrnitt mannleg náttúra leit-
andi upp á við til skapara síns, leitandi fram á við
til fullkomnunar sinnar. Annað er kristindómur
ekki. Þegar einn maður þess vegna leggur stund á
að gjöra skylduna og glæða sína beztu krapta, þeg-
ar hann leitar uppfræðingar fyrir anda sinn og
styrks fyrir vilja sinn og leiðtoga fyrir samvizku
sina, þegar hann kappkostar að hlynna að og glæða
það Ijós, sem guð hefur til hans lagt, og lætur
brýnda fyrir sjálfum sjer mannelsku, rjettvisi, fram-